Bergmál - 01.07.1955, Side 41

Bergmál - 01.07.1955, Side 41
Bergm‘Al 1 9 55 ------------------------- Morjana voru sett í stofufang- elsi, eða fengin tvö herbergi til umráða, þar sem þau voru undir stöðugu eftirliti varðmanna Critos. Illmennið skálmaði inn til þeirra án þess að berja að dyrum og sagði Si Khalil að hann hefði fullt vald yfir allri borginni og allur herinn væri á hans bandi. Því næst sagði hann við Morjana með smeðjulegu brosi: „Þér bíðið hér þangað til við höfum gifzt.“ Hún var að því komin að svara honum fullum hálsi, eins og hann átti skilið, en hún sá að sér á síðustu stundu og sagði ekki neitt. Auðvitað var henni Ijóst hvað hún ætti á hættu með því að bjóða manni þessum birg- inn og ef til vill gæti hún bjarg- að lífi föður síns með því að vera hljóðlát. Enda þótt Crito tryði mest á mátt sinn og megin og vald það sem hann hafði yfir hernum, óskaði hann þó ennþá að fara þá leið að ná löglegum völdum í borginni með því að giftast dóttur foringjans. Morjana bneigði höfuð sitt og samþykkti með þögninni að giftast þessum manni. Crito hraðaði sér nú til fangaklefanna og lék grimmdar- legt glott um varir hans. Hann hafði löngun til að sýna óvini sínum Lartal hver nú hefði töglin og hagldirnar. Auk þess hugðist hann geta fært Lartal þær fréttir sem framar öllu öðru myndu ýfa sár hans og æsa skap hans. Sterkur lífvörður fylgdi honum er hann gekk inn í klefann til Lartals. „Allar mínar ráðagerðir ganga að óskum,“ sagði hann ánægju- lega. „Yður verður ekki langra lífdaga auðið hér eftir, en áður en þér deyjið, þá veit ég að þér hafið gaman af að heyra fregn- ir sem ég get fært yður. Nú á þessari stundu, Lartal kapteinn, eru Herdeildarmenn á ferð yfir eyðimörkina í átt til Iraouen- fjallanna. Einn af beztu trún- aðarmönnum mínum féll í hendur Útlendingaherdeildar- innar, sennilega af slysni, haldið þér það ekki?“ Hann þagnaði til að virða fyrir sér svipbrigði þeirra Lartals og Plevkos og óttasvipurinn á andlitum þeirra fór ekki fram hjá honum. „Herra Vasil, majórinn ykkar, mun á- reiðanlega leita á þessum trún- aðarvini mínum, og í vösum hans mun hann finna landabréf, ég er ekki í vafa um að hann fer eftir leið, sem merkt er á það landabréf, og að sjálfsögðu lendir beint í þeirri gildru, sem ég hefi búið honum.“ 39

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.