Bergmál - 01.07.1955, Side 46

Bergmál - 01.07.1955, Side 46
B E R G M Á L--------------- 9 allt sem vert var að sjá og þekktu alla. Aldrei örlaði á hinu minnsta ósamkomulagi eitt einasta andartak. En það eitt að allt var svo fullkomið og óaðfinnanlegt fór brátt að taka á Júlíu. Hana vant- aði einhverja tilbreytingu. Það var til dæmis atvikið með hatt- inn í París. Hún hafði verið stödd inni í verzlun í Friðar- götunni og séð þar hatt, sem henni fannst mjög fallegur. Hann kom upp í tvö horn yfir eyrunum og var með stóru, grænu slöri. „Hvernig lít ég út?“ spurði hún Símon. „Alveg eins og líkneskið af skógarguðnum Pan hérna niður við Signu,“ svaraði hann. Henni gramdist svarið og keypti hattinn í hálfgerðu fáti, en anzaði því ekki, þegar Símon bað hana að kaupa annan skar- latsrauðan flókahatt, sem hon- um fannst fara henni mjög vel. Daginn eftir, þegar flugvélin flaug út yfir frönsku ströndina, viðurkenndi hún fyrir sjálfri sér, að henni hefði eiginlega skjátlast, og þegar þau voru komin yfir flugvöllinn í London, var hún orðin alveg viss um að ------------------------ J ú l í þetta hefði ekki verið rétt, að kaupa þennan hatt. Þegar heim var komið hafði hún haldið áfram að hugsa um hattinn og að lokum var hún orðin sjálfri sér fokreið fyrir asnaskapinn, og það sem verra var að hún var farin að sjá eftir að hafa ekki keypt skarlatsrauða hattinn, sem henni fannst nú, að hefði verið alveg eins og sniðinn handa henni. Nokkrum dögum síðar gaf hún Pan-hattinn á hluta- veltu, og á eftir leið henni miklu betur. Um kvöldið sagði hún Símoni frá þessu. Hann setti kaffibollann frá sér á borðið og sagði: „Öllum getur yfirsézt.“ Það var allt sem hann sagði og hann gerði ekki minnstu til- raun til að setja upp háðssvip. En þegar Júlía gekk upp til svefnherbergis síns um kvöldið, þá óskaði hún þess í raun og veru með sjálfri sér að hann hefði gert grín að henni, að hann hefði sagt eitthvað eða gert eitt- hvað, bar eitthvað annað en það að vera fullkomlega ólastan- legur. Þegar hún kveikti ljósið í svefnherberginu, sá hún skar- latsrauða hattinn liggja á snyrti- borðinu sínu. Það var í fyrsta skipti, sem hún fann til ein- 44

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.