Bergmál - 01.07.1955, Síða 47
B E R G M Á L
1 9 5 5 ---------------------
hverrar magnvana bræði, sem
ekki gat fengið útrás.
Dagar liðu, vikur og mánuðir,
og alltaf var Júlía vernduð eins
og postulínsbrúða í glerskáp.
Fyrir kom að hún reiddist við
Símon, en þá endaði það jafnan
með því, að hann kom henni til
að hlæja og á eftir varð hún svo
ennþá reiðari. Hún var afbrýði-
söm vegna þess að fyrrverandi
vinir hennar, sem hún hafði
þekkt áður en hún kynntist
Símoni, urðu allir stórhrifnir af
honum. Henni fannst stundum
jafnvel eins og henni væri ýtt
til hliðar, eða hún stæði í skugg-
anura. Hún var jafnvel farin að
kvíða fyrir framtíðinni. Hún
óttaðist það, að þegar börnin
kæmu, börnin, sem þau bæði
vildu eignast, þá myndi hún
standa jafnvel enn meir í
skugganum en nú væri, að hinir
dásamlegu synir og dætur, sem
hún eignaðist, auðvitað yrðu
börnin dásamleg eins og faðir-
inn, myndu smátt og smátt
draga alla athyglina frá henni
og hún stæði ein og yfirgefin í
skugganum.
Eitt síðsumarkvöld, er kvöld-
sólin skein inn á milli persnesku
gluggatjaldanna sátu þau Júlía
og Símon hlið við hlið inni í
stofu og horfðu á leiksýningu í
sjónvarpinu. Júlía hafði nú
loks tekið ákvörðun. Hún varð
að binda endi á þetta allt saman,
segja honum frá því, að hún
gæti ekki lifað í sambúðinni við
hann, enda þótt hann væri ein-
mitt eins og sá maður átti að
vera, sem hana hafði alltaf
dreymt um, eða svo fullkomlega
ólastanlegur að hann var tæpast
mannlegur.
Hún varð að hugsa um
hvernig hún gæti komið orðum
að því, sem hún þurfti að segja,
en í sama mund og hún ætlaði
að hefja máls sagði Símon
skyndilega.
„Ég ætla að ná í eitthvað
handa okkur að drekka.“ Hann
stóð á fætur og gekk fram í eld-
hús.
Júlía sat kyrr og hugsaði um
það, hvernig hann myndi taka
því, og hún þóttist viss um það,
að hann yrði alveg eins og
prinsinn í ævintýrinu, það
myndi verða þögn eitt andartak,
ekki eitt orð til ámælis, engar
fortölur, kannske aðeins: „Eins
og þér þóknast.11 Svo myndi
hann ganga hljóðlega á brott og
hún myndi heyra hljóðið í bíln-
um, er hann æki á brott frá hús-
inu og næst myndi hún sjá hann
45