Bergmál - 01.07.1955, Page 49
Dularfullur híjómlistarmaður
Smásuga eflir Konstantin Paustovskij
Höfundur þessarar smásögu, Kon-
stantin Paustovskij er fæddur árið
1893 austur í Rússlandi og var faðir
hans verkfræðingur. Konstantin var
við nám í háskólanum í Kiev, en að
loknu námi festist hann ekki við neitt
ákveðið starf og fékkst við allt mögu-
legt. Um 1930 vakti hann fyrst athygli
á sér sem rithöfundur. Síðan hafa
komið frá honum margar bækur um
ýmisleg efni. Árið 1932 kom frá hon-
um skáldsaga sem gerizt austur í Mið-
Asíu og 1934 bók sem segir frá skurð-
greftri og ýmsum verklegum fram-
kvæmdum í Kákasus á meðan Rússar
voru að framkvæma „Fimm ára
áætlunina" en sú bók hans mun einna
mest lesin. Þá hefir hann einnig
skrifað fjölda leikrita og smásagna.
Árið 1945 skrifaði hann bók sem að
mestu byggðist á æviatriðum hans
sjálfs og kallaði hana „Horfin ár“.
Fyrir þá bók fékk hann mikið lof
gagnrýnenda og var honum jafnvel
líkt við Tjechov að frásagnarlist.
Eitt vetrarkvöld veturinn
1786, lá gamall, blindur maður
banaleguna. Hann var fyrrver-
andi matreiðslumaður hjá Thun
greifynju, húsið eða réttara sagt
skúrgarmurinn, sem hann bjó í
lá á afskekktum stað inni í van-
hirtum trjágarði í einu af út-
hverfum Vínarborgar. Gulnuð
blöð og visnar trjágreinar lágu
hér og þar á götunni, og brakaði
undir fæti, er maður gekk um,
og þá urraði gamli bundni varð-
hundurinn inni í byrgi sínu.
Hvorki hann né húsbóndi hans
áttu langt eftir ólifað, og hund-
urinn megnaði varla að gelta
lengur. Sjóðheitar matarguf-
urnar sem í sífellu höfðu stigið
upp frá eldavélinni ollu því að
matreiðslumaðurinn hafði smátt
og smátt farið að missa sjón og
að lokum orðið alblindur. Greif-
ynjan hafði þá fengið honum
þennan litla kofa til að búa í,
og við og við færði hún honum
nokkrar flórínur til þess að hann
gæti dregið fram lífið.
Hjá gamla matreiðslumann-
inum bjó dóttir hans átján ára
gömul, María að nafni. Húsgögn-
in voru aðeins tvö lítil rúm,
tveir stólgarmar, eitt borð,
slegið saman úr óhefluðum fjöl-
47