Bergmál - 01.07.1955, Blaðsíða 50
B E R G M Á L-------------------
um, nokkrir sprungnir og skáld-
aðir postulínsdiskar og eitt gam-
alt píanó. Það var það eina, sem
María átti af húsgögnunum, og
hún var stolt af því. Þetta píanó
var gamalt mjög, en samt var
ennþá vel hægt að spila á það,
en svo fúið var gólfið orðið, að
þegar gengið var um kofann, lék
píanóið á reiðiskjálfi og daufur
hljómur heyrðist frá strengjun-
um. Gamli matreiðslumaðurinn
var vanur að segja í gamni að
píanóið væri verndarandi húss-
ins, því að jafnskjótt og komið
var inn úr dyrunum, kom dauf-
ur hljómur þess á móti manni.
Á meðan María var önnum
kafin við að þvo gamla mannin-
um og færa hann í hrein nærföt,
sagði hann: „Ég hefi aldrei verið
hrifinn hvorki af prestum eða
munkum, svo að ég á engan
skriftaföður, en ég vildi gjarn-
an mega létta á samvizku minni
áður en ég dey, gakktu fyrir
mig út á veginn og biddu þann
fyrsta sem þú mætir að koma
hingað inn til okkar. Segðu að
það sé deyjandi maður sem óski
að létta á hjarta sínu. Þú mátt
trúa því að enginn færist undan
því.“
„Vegurinn hingað er svo fá-
farinn og eyðilegur," sagði María
--------------------- J ú l í
um leið og hún hnýtti á sig höf-
uðskýluna og gekk út. Hún
hraðaði sér gegnum trjágarðinn
og opnaði með erfiðismunum
ryðgaða járngrindina og stóð
því næst utan við hana. Engin
lifandi vera sást nokkurs staðar
á veginum. Kaldur vetrar-
vindurinn þyrlaði til visnuðum
blöðum og úr lágskýjuðum
himni sleit kuldaregn. María
stóð lengi og hlustaði, og að lok-
um veitti hún athygli manni
sem kom gangandi eftir vegin-
um og raulaði fyrir munni sér.
Hún gekk föstum skrefum í veg
fyrir hann og nam staðar beint
framan við hann. Hún tók hik-
andi um hönd hans og færði
honum skilaboð föður síns.
Ókunni maðurinn leit undr-
andi á hana, og sagði svo ró-
lega: „Prestur er ég að vísu ekki,
en það skiptir ekki máli, við
skulum koma.“
Þau fylgdust að inn í kofann
og við daufa lampaskímuna þar
inni sá María að ókunni maður-
inn var grannur og fremur smá-
vaxinn maður. Hann færði sig
úr yfirhöfninni og lagði hana á
stól. Fatnaður hans var látlaus
en smekklegur, hann var klædd-
ur svörtum lafafrakka með skel-
plötutölum og hvítum knippl-
48