Bergmál - 01.07.1955, Page 52

Bergmál - 01.07.1955, Page 52
J Ú L í Bergmál -------------------- samvizku minni. Þegar eiginkona mín veikt- ist af lungnabólgu, fyrirskip- aði læknir hennar, að hún skyldi drekka rjóma og volgt rauðvín og jafnframt yrði hún að nærast á vínberjum. Þá var ,það sem ég drýgði þá synd að taka dálitla gullskál, sem til- heyrði borðbúnaði greifynju Thun. Þessa gullskál braut ég í marga mola og seldi þá einn og einn í einu til þess að geta keypt það sem kona mín þurfti af með- ulum. Ég hefi leynt dóttur mína þessum þjófnaði þar til nú í dag, enda hefi ég jafnan innrætt henni að hún megi ekki hreyfa ,með litla fingri við eigum ann- arra manna.“ „Var nokkur úr þjónustuliði greifynjunnar ásakaður um stuldinn?“ spurði ókunni mað- urinn. „Nei, guði sé lof, þetta varð engum til meins, og ef ég hefði vitað fyrirfram að þetta kæmi ekki að neinu gagni, að eigin- konu minni yrði ekki á neinn hátt bjargað, þá get ég fullviss- að yður um það, herra minn, að ég hefði aldrei tekið þessa gull- skál.“ „Hvað heitið þér?“ spurði ókunni maðurinn. „Jóhann Meyer,“ svaraði hann. „Jæja þá herra Meyer,“ sagði ókunni maðurinn og lagði hend- ina yfir augu hins blinda manns. „Þér eruð saklaus, það sem þér frömduð getur ekki reiknast synd, þér gerðuð það vegna ástar á eiginkonu yðar.“ „Amen,“ stamaði gamli mað- urinn. „Amen,“ endurtók ókunni maðurinn. „Hver er síðasta ósk yðar, herra Meyer.“ Dauft bros lék um andlit gamla mannsins og hann sagði: „Hve mikið vildi ég ekki gefa til þess að fá ennþá einu sinni að sjá eiginkonu mína eins og hún var í fyrsta skipti sem ég hitti hana hér í þessum gamla trjágarði, er allt stóð hér í vor- blóma, sólin skein og fuglarnir sungu, en slíkt er ekki hægt. reiðist mér ekki, herra minn, ég er gamall maður, sjúkur og barnslegur.“ „Jæja þá,“ sagði ókunni mað- urinn og stóð á fætur frá stól sínum. „Jæja þá, herra Meyer,“ sagði hann aítur um leið og hann gekk yfir að píanóinu og settist við það. „Ósk yðar skal verða uppfyllt.“ Hann lét fingurnar leika hratt yfir nóturnar, tónarnir fylltu þetta litla herbergi. Það var 50

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.