Bergmál - 01.07.1955, Page 54

Bergmál - 01.07.1955, Page 54
B E R G M Á L----------------- og opnaði hann upp á gátt. Hið svala næturloft streymdi inn í herbergið. Ókunni maðurinn spilaði og spilaði dempað og viðkvæmnislega. Gamli maðurinn hallaðist aftur út af á koddann og andaði áfergjulega að sér svölu vetrar- loftinu, en hendur hans þreyf- uðu tinandi um sængina. María hraðaði sér að hlið gamla mannsins. Ókunni mað- urinn hætti að spila, en sat graf- kyrr við píanóið og hreyfði sig ekki. Það var eins og hann hefði sjálfur töfrast af hljómleikum sínum. Skyndilega andvarpaði María hátt. Ókunni maðurinn stóð á fætur og gekk að rúminu. Með erfiðismunum stamaði gamli maðurinn: „Ég hefi í raun og veru séð og upplifað allt svo — -----------—,--------- J ú l í skýrt og greinilega, endurlifað það sem gerðist fyrir langa löngu í lífi mínu. Ég vil ekki deyja fyrr en ég veit nafn yðar. Segið mér hvað þér heitið, ungi maður.“ „Ég heiti Wolfgang Amadeus Mozart,“ svaraði ókunni maður- inn. María hörfaði eitt skref aftur á bak og hneygði sig með mikilli lotningu fyrir meistaranum. Er hún leit upp á ný, var gamli maðurinn dáinn. Fyrsti roði morgunsins sást á rúðunum, og María veitti því athygli að gamli trjágarðurinn var alþakinn hvítum, fögrum blómum. Það var nýfallinn snjór. EncLir. Næturvörður á landsímastöð veitti því athygli að bóndi nokkur uppi í sveit, sem átti vöruskemmu rétt hjá markaðstorgi í borg einni eigi alllangt í burtu, bað um símasamband við vöruskemmu sína á hverri nóttu og venjulegast þetta þrisvar til fjórum sinnum yfir nóttina. Eitt sinn mætti hann þessum bónda á förnum vegi og tók hann tali: „Hvernig stendur á því að þú ert alltaf að biðja um símasam- band við vöruskemmu þína á nótt- unni, þar sem þú færð aldrei nokkurn tímann svar?“ „Mér myndi ekki verða um sel, ef einhver svaraði í símann í skemm- unni,“ sagði bóndinn. „Sannleikurinn er sá, að ég er alltaf að biðja þig að hringja þangað öðru hverju, vegna þess, að með því fæli ég rotturnar á brott.“ ★ Jói: „Maðurinn þinn lítur út fyrir að vera skynsamur náungi. Ég geri ráð fyrir að hann viti allt.“ Jóna: „Ertu frá þér. Hann er alveg grunlaus." ★ 52

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.