Bergmál - 01.07.1955, Síða 63

Bergmál - 01.07.1955, Síða 63
B E R G M Á L 1955 konunni,“ sagði Johnny, „en ég veit ekki hver hún er.“ Hann talaði mjög blátt áfram, og var ekki að heyra neina geðshræringu í rödd hans. „Þú sagðir að hún væri læknir, en ég óska ekki eftir nærveru hennar.“ Christine horfði hvasst á hann. Það var ekki minnsti vottur þess í svip hans að hann þekkti hana. Augu hans voru eins og hálf sljó, og fannst henni að hann horfði í gegnum hana. Eftir svip hans að dæma var ekki annað sjáanlegt, en að hann hefði aldrei séð þessa konu fyrr. Hún tók á öllu, sem hún átti til, og spurði í hálfum hljóðum: „Tony, veiztu ekki hver ég er? Þetta er Christine." Hann hristi höfuðið. „Ég sagði yður það, að ég þekki yður ekki.“ Nú kenndi nokkurs þráa í rödd hans. „Auk þess er ég þreyttur. Mig langar til þess að leggja mig út af.“ Hann gekk að stólnum og settist aftur, David sá að Christine leið illa og lagði höndina á öxl hennar og sagði: „Það er bezt að lofa honum að vera einum.“ „Þetta er Tony,“ sagði Christine, þegar þau komu fram á gang- inn. Hún var náföl í andliti og andstutt. „Ertu alveg viss?“ „Já, ég er alveg viss,“ sagði Christine og var með grátstafinn í kverkunum. Hún gat ekki svarað spurningum Davids nú, ekki fyrr en hún hefði fullt vald yfir tilfinningum sínum. Hún muldraði ein- hverja afsökun, og gekk á brott. Hún hélt beint til svefnherbergis síns, kastaði sér ofan á rúmið og grét. Það sefaði geðshræringu hennar, og er hún loks stóð á fætur og þvoði sér um andlitið, leið henni miklu betur. Nú vissi hún sannleikann, vissi að hún varð að horfast í augu við þá staðreynd, að Tony Mordaunt var kominn inn í líf hennar á ný, en hún vissi jafnframt, að sú ást, sem hún hafði eitt sinn borið í brjósti til Tony Mordaunt, var nú algjörlega dauð, og myndi aldrei lifna við aftur, hversu oft sem hún sæji hann eða hve mikið hún þyrfti að umgangast hann. Tár hennar höfðu eingöngu verið meðaumkunartár, því að hin sljóu augu og hið tilfinninga- lausa andlit Tonys hafði snortið hjarta hennar. Hann hafði ekki þekkt hana, ekki einu sinni munað hvað hún hét. Ef til vill var það bezt þannig, ef til vill var honum fyrir beztu að hann fengi aldrei minnið aftur. Hún vissi svo lítið um það sem gerzt hafði í hans 61

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.