Bergmál - 01.07.1955, Síða 65

Bergmál - 01.07.1955, Síða 65
Bergmái 1955 upplýsingar, sem þér getið veitt og jafnframt fengið skýrslu um starfsferil hans hjá brezka flughernum, þá getum við áreiðanlega gert okkur nokkuð glögga hugmynd um fortíð hans, og það er í haris sjálfs þágu að við gerum það sem allra fyrst. Þér hljótið að sjá það sjálfar, Christine. En burtséð frá þeirri hlið, sem snýr að Johnny sjálfum, þá ber okkur einnig að líta á þá hlið, sem snýr að leyniþjónustunni brezku. Þér munið að ég sagði yður frá því, að hann fannst gangandi á götu í Vestur-Berlín og skilríki þau sem hann hafði á sér, voru ekki hans skilríki og það virðist augljóst mál að hann hafi komið frá austurhluta Berlínar, sem er austan járn- tjalds.“ „Christine,“ sagði David og hallaði sér að herini og horfði í augu henni. „Eg hefi vitað það allan tímann að yður væri ekkert kapps- mál að komast að því hver hann væri, enda þótt ég hafi enga hug- mynd um hvers vegna. Mér var það ljóst, að yður fannst fullkom- lega réttlætanlegt að halda því út af fyrir yður sem þér vissuð, þangað til þér gengjuð úr skugga um það, hvort Johnny væri þessi Tony. En,“ bætti hann við, og lagði mikla áherzlu á það sem hann sagði, „ég held að yður sé óhætt að treysta mér og segja mér nú allt af létta. Ég mun áreiðanlega ekki gera annað, en það sem ég tel að sé honum fyrir beztu. Sem læknar, þá hljótum við bæði að leggja fyrst og fremst áherzlu á það, ekki satt.“ Christine var þungt um andardráttinn. „Jú,“ svaraði hún, „og ég treysti yður, David, fullkomlega.“ Já, hún treysti þessum hávaxna, myndarlega manni. Hún treysti honum betur en hún hafði nokkru sinni fyrr treyst nokkrum karl- manni, öðrum en Tony, en sannleikurinn var sá, að hún vissi ekki allt af létta. Henni var ekki kunnugt um þá smán, sem ef til vill var tengd sögu Tony. Hún vissi aðeins nokkurn hluta af sannleikanum, og þeim hluta hafði hún reynt að gleyma undanfarið. Nú kæmist hún ekki undan því að segja David allt sem hún vissi. „Ég ætla að segja yður allt sem ég veit,“ hvíslaði hún. Hann tók þþttara um hönd hennar. Framh. í næsta hefti. 63

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.