Bergmál - 01.07.1955, Page 67

Bergmál - 01.07.1955, Page 67
K R E D D U R 1. Hellist eitthvað niður, kemur drukkinn maður bráðlega. 2. Rekist hnífar saman, veit það á þerri. 3. Hnerri veikur maður þrjá hnerra á sunnudegi, er það batamerki. 4. Ef rignir, þegar menn flytjast bú- ferlum boðar það auðsæld þeirra, sem flytja sig. 5. Ekki mega þungaðar konur klippa neðan af hári sínu, því að þá verða börn, sem þær ganga með, sköllótt. 6. Ekki má telja ofan í sig bita eða spæni, því að þá verða menn sí- svangir. 7. Eigi skal maður stela hesti, nema hann bregði krossmarki yfir hann, áður en hann fer á bak, því að ella verður hann fastur við hestinn. 8. Ekki mega menn éta mænu úr neinu dýri, því að þá er þeim hætt við bakverk. 9. Ekki má éta þunna bax'ðið, lúsa- barðið, af þorskkinnfiski. Sá, sem étur það, verður lúsugur eða lýg- inn. 10. Ekki mega menn leggja sig eftir máltíð eða lestur, því að þá verða þeir latir. H J Á T R Ú Óbrigðult ráð við kvefi er að vefja úthverfum sokk af hægra fæti um um, en vefja síðan sokkabandi af sama fæti um sokkinn, á hálsinum. ★ Þegar hús er nýreist, skal bera rúg- brauð og salt í það fyrst af öllu matar- kyns. Mxm þá aldrei verða matar- skortxxr í því húsi. Ætli maður bæjarleið, skal hann ganga nokkur spor aftur á bak, áður en hann leggur af stað, til þess að sækja ekki að fólkinu á bænum, sem hann ætlar á. ★ Sé maður hræddur um, að draumur sinn boði illt, skal hann segja jarð- föstum steini drauminn. Mxm hann þá ekki koma fram. ★ Gott ráð til að losna við vörtur er að halda höndunum hálfa stund inni í gorvömb, þegar eftir að farið hefir verið innan í skepnu. Að tjaldabaki í kvikmyndaheimin- um leynist oft elskulegt og heilbrigt heimilislíf, enda þótt stundum sé erfitt að trúa því. Það eru aðeins hneykslis- málin og hjónaskilnaðirnir, sem stöð- ugt er japlað á í fréttablöðunum, sjaldnar um rólegt og ánægjulegt heimilislíf leikaranna. í þessu hefti finnið þið nokkrar myndir af heims- frægum leikurum, myndir, sem tengdar eru fjölskyldu- og heimilislífi þeirra. Á bls. 17 sjáið þið mynd af enska skapgerðarleikaranum James Mason með fjölskyldu. Á bls. 25 sjást myndir af amerísku leikkonunni Laureen Baeall með börn- um hennar. Og á bls. 49 er mynd af Ann Blyth með son.

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.