Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Blaðsíða 10
béyrou
; (BEIRL
iSid&ftl
ofíþalfa
. ‘atlit
/ s Aditj
ZHdxran YaJaM
CAESÁRE/Jlí
Háder ip
J m s
Netánya Ull
HerzJíyy^
Tef AvivJ
úfeffajY,afO/T^
^JShon/Ie Zi
RaipaHa
JenchoJ
Ashdoi
ihqeloni
SHQEL0fj//5
'AjtHÍSlg
Hehroi
halu;
shiv
:zana
asdat
/V 850
HarNai
'{>€i Ramoi;
azevj
U,1
Kveðjur frá Betlehem
Ég er nýkominn heim frá Palestínu. Þar var ég sjálfboðaliði fyrir Hjálp-
arstaif kirkjunnar í fimm mánuði. Palestína er land fyrir botni Miðjarð-
arhafsins og er nágranni ísraels. Þið hafið eflaust heyrt um þessar tvær
þjóðir og séð í fréttum að þær eru í miklum vanda vegna ósættis sín á
milli.
Mörg voðaverk hafa verið framin og Hjálparstarf kirkjunnar ákvað
..að senda mig og Svölu Jónsdóttur út til að vera vitni að því sem ger-
*st' tsrac' °§ Palestínu og segja frá því hérna heima. Við áttum líka
(Tyre) Hv AAlýú að reyna að draga úr ofbeldi með því að vera útlendingar á staðn-
um. Það hjálpar oft.
Ég sá ofbeldi og óréttlæti á hverjum degi. Það var oft mjög erfitt
og ég var stundum dapur og sár yfir öllu því sem ég þurfti að sjá
og upplifa.
Ég gerði margt, ég fór með matarsendingar til borga í Palestínu
Soud er 11 ára og á heima í bænum Artas í Palestínu. Hann
á tvo bræður og eina systur. Eitt sinn þegar pabbi Souds var
í vinnunni komu hermenn og gerðu húsleit. Soud, systkini
hans og mamma voru færð inn í eldhúsið og þar stóð vopn-
aður hermaður yftr þeim meðan hinir leituðu. Þeir voru ekki
fyrr farnir en aðrir hermenn komu og gerðu aðra leit. Soud
var bálreiður en þorði ekki að gera neitt. Pabbi hans hafði
bannað honum að gera nokkuð til að styggja ísraelska her-
menn. Pabbi hans hafði sloppið naumlega út úr húsi sem
sprengt var í loft upp og hafði tvisvar fengið hjartaslag. Hann
treysti á Soud til að hjálpa fjölskyldunni ef eitthvað kæmi fyr-
ir sig. En Soud ímyndaði sér hvað hann myndi gera. Hann
langaði að taka beittan hníf úr skúffuni og stinga hermanninn.
Fara síðan á eftir hinum og drepa þá líka. Soud dáist að þeim
sem fórna sér og sprengja óvininn í loft upp. Því fleiri sem
deyja því betra finnst honum. Soud er viss um að eina leiðin til
að fá Israelsmenn til að hætta að taka landið þeirra sé að beita of-
beldi á móti. Ef Israelsmenn verða nógu hræddir hljóta þeir að
hætta, hugsar hann. Þá verður friður og pabbi Souds kemst á spít-
ala þegar hann verður veikur, þarf ekki að bíða eftir hjúkrunarkonu
sem býr í næstu götu og hefur engin lyf og ekki neitt. Þá getur Soud
hætt að hugsa um endalok heimsins en hann er viss um að þau séu á
næstu grösum. Það er sorglegt þegar 11 ára barn hugsar svona mikið
um dauðann. Soud er vonlítill um framtíðina. Ófriðurinn í landi hans
hefur varað svo lengi sem hann man eftir sér.