Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Side 11

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Side 11
sem ísraelski herinn hafði ráðist inn í og ég bjó í Betlehem meðan útgöngubann ríkti og enginn mátti fara út úr húsi. ísraelsmenn setja útgöngubann til þess að hafa eftirlit með Palestínumönnum. Krakkam- ir í Betlehem eiga mjög bágt. Þeir hafa eiginlega ekkert getað farið í skólann í vetur. Þeir vita að þeir dragast aftur úr. í útgöngubanni eru þeir oft lokaðir inni hjá sér í marga daga í einu. Þá verða þeir fúlir og pirraðir, stríða systkinum sínum, rífast og slást. Sum börnin verða bara mjög döpur og gera næstum ekkert. Börnin sögðu mér að þau vildu bara fá að fara í skólann í friði og fá að leika sér í friði. Þau voru orðin þreytt á ofbeldi og órétti. En sum þeirra voru mjög reið yfir því hvemig ísraelsmenn komu fram við þau og foreldra þeirra og sögðust vilja gerast píslarvottar. Ég varð mjög dapur þegar ég heyrði það vegna þess að til að verða píslarvottur verður maður að deyja, og þá oftast með því að sprengja sjálfan sig í loft upp og myrða annað fólk um leið. Mér fannst alveg hræðilegt að heyra þessa fallegu krakka segja slíkt. Hvað segir þetta okkur? Þetta segir okkur að krökkum sem búa við svona aðstæður, stríð og átök, líður alveg óskaplega illa. Þau eru örvæntingarfull og halda að hægt sé að leysa ofbeldi með ofbeldi. Við vit- um öll að það gengur ekki upp. Við verðum að gera okkar til að hvetja báða aðila, bæði ísrael og Palestínu, til þess að ræða málin og gefa eitthvað eftir í deilunni þannig að allir geti búið við frið og öryggi. Nú tapa báðir, meir og meir með hverjum degi sem líður. Friður er ekki sjálfgefinn. Við erum heppin hér á íslandi. Aðalsteinn Þorvaldsson é „Eg ^el ekki lifað venjulegu lifi eftir það sem gerðist. Amina er 12 ára og býr í Palestínu. Hún vaknaði einn morguninn í bítið og sá að hermenn voru fyrir utan gluggann. Hún hljóp inn í herbergi foreldra sinna. Mamma hennar vildi vera viss og kíkti út um gluggann. Það skipti engum togum að hermennirnir skutu upp í gluggann og mamma Aminu henti sér á gólfið. Hún skreið fram á gang og fjölskyldan kúrði öll í bakherbergi í skjóli fyrir skot- um. Skothríðin hélt áfram og fjölskyldan flúði yfir í íbúð nágrannans hinumegin við ganginn. Þar hafði Rena, mamma litla hvítvoðungsins, orðið fyrir skoti. Hermennirnir fyrir utan héldu áfram að skjóta af því þeir héldu að það væru byssumenn í húsinu. Þeir komu inn og skipuðu öllum út og leituðu um allt í tvo daga. Þeir handtóku pabba Aminu og alla aðra karlmenn í húsinu og yfirheyrðu þá. Hinir þurftu að fara í annað hús og vera þar meðan leitin stóð yfir og máttu ekkert fara nema í garðinn umhverfis húsið. „Þeir eyðilögðu húsið og við urðum að fara til ömmu. Eg var rosa- lega hrædd og hélt í mömmu. Eg hugsaði um húsið okkar og skóladótið mitt. Eg hugsaði um Renu sem dó í skothríðinni og ég hugsaði um hvort ég myndi deyja líka. Eg get ekki lif- að venjulegu lífi eftir þetta. Nú veit ég hvað hermennirnir geta gert. Þeir geta gert það sem þeir vilja. Eg skal samt ekki hugsa um þá. Eg skal reyna að lifa eðlilegu lífi. - Samt get ég það ekki alltaf, og þá fer ég að gráta.“ Amina.

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.