Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Page 14

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.09.2002, Page 14
Leitin að Rajeev skilaði fjársjóði í Indlandsstarfið! Hálf milljón safnaðist Gestir á styrktarsýningu að Leitinni að Rajccv í Háskólabíói í lok ágúst voru augljóslega ánægð- ir með það sem þeir sáu. Veitinga- húsið Nings og aðstandcndur myndarinnar, Rúnar Rúnarsson og Rirta Fróðadóttir, buðu til sýn- ingarinnar þar sem 1000 kr. að- gangseyrir rann til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar á Ind- landi. Sýningar urðu fleiri, enda þurftu tugir manna að hverfa frá styrktarsýn- ingunni. Gengu 200 kr. af hverjum miða á seinni sýningar til Hjálpar- starfsins. Samtals gáfu aðstandendur og gestir því hálfa milljón króna til verkefna Hjálparstarfsins meðal stétt- lausra á Indlandi. Olík örlög Leitin að Rajeev íjallar um íslenska stúlku, Birtu Fróðadóttur, sem leggur upp í leit að indverskum bernskuvini úr Mosfellsdalnum. Hann dvaldi í nokkur ár á Islandi en flutti burt fyrir mörgum árum. Það eina sem Birta hef- ur í höndunum er gamalt heimilisfang i Trivandrum á Indlandi. Með ugg í brjósti um að illa hafi farið fyrir Rajeev, leggur Birta land undir fót. Ahorfendur fylgjast með henni, í ryki og hita, hlamma sér inn í lest frá millj- ónaborginni Bombay, fá örlitla hvíld frá endalausu áreiti, og búa sig undir leitina að Rajeev í borginni þar sem síðast spurðist til hans. Myndin er spennandi og sýnir skemmtilegar, - og stundum ekki svo skemmtilegar hliðar á indversku samfélagi. Örbirgðin áberandi Aðdragandi þess að Hjálparstarfið fékk að njóta var sá að þau Rúnar og Birta vildu láta gott af sér leiða eftir að þau luku við myndina. Þau komust ekki hjá því að upplifa fátæktina og eymdina sem er svo áberandi á Ind- landi. Lítil börn hlupu á eftir þeirn og betluðu fyrir mat, handalausir og halt- ir höfðu engin úrræði önnur en að þiggja ölmusu og móðir Rajeevs hélt sig mest innandyra til þess að verða ekki fyrir aðkasti þeirra sem litu niður á einstæðar konur. Ohætt er að segja að allt ævintýrið sé undri líkast, Birta og Rúnar rétt tvítug, að leggja í slíkt ferðalag, gera um það kvikmynd, koma henni svo vel í fjölmiðla að aðsókn fari fram úr sætafjölda og leggja svo 500.000 krónur til stuðnings fátækum. Geri aðrir betur. Þau skötuhjú eru nú komin aftur á beinu brautina, farin til Danmerkur í nám, eftir hliðarspor til Indlands. Hryllilega góö stuttmynd Á undan myndinni um Rajeev var sýnd 5 mín. stuttmynd eftir Indverj- ann Manish Jha. Hún hét A very, very silent movie og hafði hlotið 1. verð- laun á Cannes-hátíðinni í vor. Hún var afar sterk og vakti óhug og sorg yfir örlögum manna. Eftir myndina bauð veitingahúsið Nings upp á indverskt smakk í anddyri Háskólabíós þar sem Hjálparstarfið gat kynnt verkefnin á Indlandi. Gafst um leið skemmtilegt tækifæri til að spjalla og sáust margir styrktarmenn Hjálparstarfsins i hópi bíógesta. Ráðstefna um málefni Palestínu og Israel Hjálparstarf kirkjunnar efnir til ráðstefnu um málefni Palest- ínu og ísrael í byrjun september. Hún verður ókeypis og öllum opin og er ætluð til þess að fræða um ástandið sem þar ríkir frá sjónarhóli beggja aðila. Biskup íslands og utanríkisráðherra munu flytja erindi ásamt fulltrúum Hjálparstarfsins sem nýkomnir eru heim af mannrétt- indavakt á svæðinu, þeim Aðalsteini Þorvaldssyni og Svölu Jónsdóttur og fleirum. Vinsamlega fylgist með auglýsingum eða hafið samband við Hjálparstarfið í síma 562 4400 um tíma og staðsetningu.

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.