Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Qupperneq 2

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Qupperneq 2
2 Tvöfalda kærleiksboðorðið um að elska Drottin af öllu hjarta, sálu og huga og að elska náunga sinn eins og sjálfan sig (Mt 22.37-40) er æðsta boðorð kristinnar trúar. Ég held að ég sé ekki ein um að hafa frekar hlustað eftir því að mér beri að elska náungann en síður heyrt „eins og sjálfan þig“ enda hefur orðið sjálfselska verið tengt neikvæðri afstöðu eins og sjálfhverfu og eigingirni. Það er bara nýlega sem ég virkilega áttaði mig á kröfunni sem boðorðið gerir um að huga að eigin velferð til jafns við velferð annarra enda er heilbrigð umhyggja fyrir okkur sjálfum forsendan fyrir því að við getum borið umhyggju fyrir náunga okkar. En hvað er svo heilbrigð umhyggja fyrir okkur sjálfum? Hvað þurfum við til að okkur líði vel og til þess að við séum fær um að sýna öðrum kærleik? Sem betur fer búum við flest við prýðilegar aðstæður á Íslandi. Við erum upp til hópa heilsuhraust og höfum góðan aðgang að mennta- og heilbrigðiskerfi. Við höfum atvinnutækifæri og húsaskjól, getum veitt okkur mat og drykk hér um bil eftir smekk og dyntum hverju sinni og ferðast óhindrað milli flestra staða. Þegar ég hlusta á fréttir um stríð og náttúruhamfarir úti í heimi eða um hættuna á félagslegri einangrun sem of mörgum börnum á Íslandi er búin vegna skorts á efnislegum gæðum finnst mér oft freistandi að slökkva bara á útvarpinu og hugsa um eitthvað annað. En það er einmitt þessi sjálfhverfa sem ég vil ekki kannast við hjá sjálfri mér. Ég vil ekki vera eigingjörn. Og þá er ég komin að því sem ég vildi sagt hafa: Þau okkar sem eru svo heppin að búa við öryggi og efnisleg gæði eru í þeirri stöðu að þurfa kannski fyrst og fremst að huga að andlegri vellíðan okkar sjálfra. Til þess að bera heilbrigða umhyggju fyrir okkur í því tilliti þurfum við að passa upp á tengslanetið okkar, eignast og eiga vini og fjölskyldu sem við sýnum ræktarsemi og með því að næra andann. Og nú kemst ég loksins að kjarna máls míns: Mér finnst kærleiksboðorðið vera ferli sem fer í hring. Til þess að vera fær um að elska náunga minn eins og sjálfa mig þarf ég að bera heilbrigða umhyggju fyrir sjálfri mér og það geri ég með því að sýna öðrum kærleik. Hvað finnst ykkur? Hafið það gott í sumar kæru velunnarar Hjálparstarfsins! Kristín Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar Að elska sjálfan sig eins og náunga sinn Útgefandi: Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason. Skrifstofan er opin virka daga kl. 8:00–16:00. Síminn er 528 4400 og bréfsími 528 4401. Ritstjóri: Kristín Ólafsdóttir, ábm. Netfang: kristin@help.is Forsíðumynd: Sunna Mist Andradóttir, 3 ára, ræktar garðinn sinn á Akureyri. Myndina tók amma hennar Birna Vilbertsdóttir í maí 2015. Prentvinnsla: Litróf-umhverfisvæn prentsmiðja. Framlögum til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar má koma til skila í bönkum og sparisjóðum, til skrifstofunnar, í gegnum www.help.is og www.framlag.is. Gjafabréfasíða: www.gjofsemgefur.is. Reikningar sem leggja má inn á: 0334-26-050886 fyrir verkefni erlendis, kt. 450670-0499. 0334-26-27 fyrir verkefni innanlands, kt. 450670-0499. margt smátt … gerir eitt stórt. 2. tbl. 27. árg. júní 2015. Fréttablaðið Margt smátt … sem kemur út 2-4 sinnum á ári er sent endurgjaldslaust til styrktar- manna, presta, sóknarnefnda, skóla, fjölmiðla, bókasafna og annarra velunnara blaðsins. Láttu okkur vita viljir þú fría áskrift. KOMDU Í FÓTBOLTA

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.