Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Qupperneq 7

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.06.2015, Qupperneq 7
7 Í skýrslu Velferðarvaktarinnar frá janúar 2015 er stjórn völdum bent á nauðsyn þess að þau endurskoði forsendur og útreikninga sem liggja að baki fjárhæða til lágmarksframfærslu svo fólk á Íslandi búi ekki við fátækt. Velferðarvaktin hefur skilgreint viðmið um lágmarks- framfærslu sem þá fjárhæð sem er ómissandi fyrir fólk til að geta lifað lífinu með reisn, svo það geti tekið fullan þátt í samfélaginu og sem gerir því kleift ekki aðeins að komast af heldur dafna. Fjárhæð til lágmarks­ framfærslu dugi fyrir mannsæmandi lífi að vera virkt í samfélaginu. Að hafa framfærslu er auðvitað grundvallaratriði en það er ekki nóg eitt og sér. Fólk þarf að hafa möguleika á að vaxa og dafna í daglegu lífi,“ útskýrir hún. Í skýrsludrögum evrópsku skýrslunnar er meðal annars lagt til að miða við að lágmarksuppsupphæð til framfærslu sé 60% af miðgildi tekna í hverju landi eða að hún sé ákveðin prósenta af lágmarkslaunum. Flestir í EAPN vilja þó að notast verði við fókushópa til að skilgreina neysluviðmið. „Stóru spurningarnar sem er ósvarað hér á landi lúta að því að skilgreina og ná samstöðu um lágmarksviðmið sem notast skal við. Hvort viðmiðin eigi svo að vera lögbundin eða leiðbeinandi, hvort þau eigi að skerðast vegna tekna maka og hvort beita eigi virkni- úrræðum,“ segir Hanna en frumvarp til breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga bíður nú annarrar umræðu á alþingi. „Á Íslandi er það þannig að sveitarfélög hafa sjálfsákvörðunar- rétt um félagsþjónustu og er ekki skylt að fylgja leiðbeinandi viðmiðum velferðarráðuneytis um lágmarksupphæð fjárhags- aðstoðar til þeirra sem hafa tekjur undir viðmiðunar mörkum sveitarfélaganna sjálfra,“ segir Hanna og útskýrir að afkoma fólks sem nýtur aðstoðar sé því að hluta til háð því hvar á landinu það býr. „Við þurfum að byrja á því að skilgreina hvað felst í orðinu lágmarksframfærsla,“ segir Hanna. „Svo finnst mér að sveitar- félög ættu að greiða ákveðna grunnupphæð til framfærslu til allra en að sú upphæð myndi hækka þegar fólk tekur þátt í virkniúrræðum. Nú er staðan sú að sveitarfélögin lækka upphæð aðstoðar ef fólk nýtir sér ekki virkniúrræði. Mér finnst heillavænlegra að hvetja fólk og umbuna því heldur en að refsa því. Fólk getur verið í þannig aðstæðum að það getur ekki verið virkt en það þarf samt sem áður lágmarksfjárhæð til að lifa af. Fólk sem er af erlendu bergi brotið er til dæmis í viðkvæmri stöðu þar sem virkniúrræði eru mjög miðuð við íslenskumælandi fólk. Fólki sem ekki talar íslensku er því sérstök hætta búin á því að lenda í félagslegri einangrun og fátæktargildru,“ segir Hanna að lokum. Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GEIT P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.