Farmasía - 01.06.1946, Blaðsíða 13

Farmasía - 01.06.1946, Blaðsíða 13
væri ótoxiskt fyrir skepnur og aktíft „in vivo“. Árangur þessarar leitar er streptomycin, ser.i hér er gert að umtalsefni og eru allar upplýsingar byggðar á skýrslu skólans frá september 1945 um þessar rannsóknir og á bók dr. W. E. Herrells, starfsmanns við Mayo Clinie, Rochester, Minn. frá ágúst 1945. Skól- inn fann einnig streptothricín, en það er tal- ið lakara en streptomycín. Ac.inomycetales eru myglukenndar bakterí- ur og til þeirrar fylkingar heyra 29—30% þcirra bakteríutegunda, sem Rutgers háskóla reyndust mynda antibíotisk efni. Til þeirrar tegundarinnar, sem nefnd er actinomycetes, heyrir hópur, er myndar gró og yfirborðs mycelíum. Síðan 1943 hefur hann verið nefnd- ur streptomycetes og í honum er móðurvera streptomycíns, Actinomyces griseus eða Streptomyces griseus eins og bakterían er nú nefnd eftir hópnum. Við rannsóknirnar var Streptomyces griseus upphaflega einangruð úr áburðarmold og úr hálsi á hænu. FRAMLEIÐSLA Til þess að láta Streptomyces griseus fram- leiða streptomycin er hún ræktuð í nærandi gróðurfæðu úr glúkósu, peptóni, kjötextrakt natríum klóríði og vatni. Sýrugráða fæðunn- ar er látin vera 6,5—7,0 við upphaf ræktun- hefur náð hámarki, er fæðan orðin basisk. arinnar, en þegar streptomycín myndunin Meðan á framleiðslunni stendur, er gróður- fæðan hrist stöðugt til þess að hraða strepto- mycin mynduninni. Af bakteríunni koma stundum fram afbrigði sem mynda ekkert streptomycin. Þau mynda heldur ekkert yfirborðs mycelíum og frum- urnar leysast skjótlega sundur, gróðurfæðan verður límkennd og reaksjón hennar súr. Þessi óvirku afbrigði eru viðkvæm fyrir anti- Streptomycín kristallar (Merck & Co) FARMASIA 5

x

Farmasía

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Farmasía
https://timarit.is/publication/1978

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.