Farmasía - 01.06.1946, Blaðsíða 15

Farmasía - 01.06.1946, Blaðsíða 15
VERKANIR * Við veikar konsentrasj ónir hefur strepto- mycin heftandi áhrif á bakteríur, en banvæn áhrif við sterkar. In vitro er það mjög aktift gegn Gram-negatífum bakteríum og einnig fjölda mörgum Gram-positifum. Af um 60 bakteríutegundum, sem gefið hefur verið upp, að streptomycin hefti eða drepi, má nefna eftirfarandi: Brucella abortus (fósturlát í nautpeningi), Br. Melitensis (undulant fever), Eberthella typhi (taugaveiki), Hemophilus pertussis (kíghósti), Klebsiella pneumoniae (bólga í barka og lungum), Mycobaeterium tubercul- osis var. hominis (berklar í mönnum), Neiss- eria gonorrhea (lekandi), Neisseria intra- cellularis (heilahimnu- og mænubólga), Pas- teurella aviseptica (hænsnakólera), Pasteur- ella pestis (svarti dauði), Salmonella tegund- ir (paratyphoid og matareitrun), Shigella paradysenteriae (dysenteria bacillaris), Vi- brio comma (kolera), Actinomyces bovis (leggst á nautpening og menn). Áhrif streptomycins virðast síður vera bundin tegundum baktería heldur en afbrigð- um, sem skapazt hafa af umhverfinu. Þannig má t. d. mynda afbrigði, sem streptomycin hefur engin áhrif á, með því að rækta bakt- eríuna í veikri streptomycín upplausn. Streptomycin hefur engin áhrif á sveppa og áhrif þess á bakteríur má stöðva eða minnka með lágu pH, glukosu, cysteini, 2- aminoethanethiol og thioglukollin sýru. IN VIVO í líkama manna og dýra hegðar streptomy- cin sér líkt og penicillin að því leyti, að það absorberast fljótt og skilst einnig nokkuð fljótt úr líkamanum, en þó miklu seinna en penicillin. Ur maganum absorberast strepto- mycin að' litlu leyti, en það skemmist þar heldur ekki og er stórtækt á smáverugróðri meltingarfæranna. I dýrum hefur streptomycin fyllilega hamið tilraunasýkingar af Salmonella Schottmulleri (paratyphoid B), Pseudomonas aeruginosa, Proteus vulgaris (bólga í nýrum og blöðru), Shigella gallinarum, Brucella abortus, Kleb- siella pneumoniae, Mycobacterium tubercul- osis, Leptospira Icterohaemorrhagiae (Weils sýki) svo nokkrar tegundir sé nefndar. Streptomycin virðist engin toxisk áhrif hafa á líkamann, ef það er hreint. Ohreint streptomycin hefur valdið histamín áhrifum, sem hafa horfið, ef efnið hefur verið hreins- að. Tiltölulega lítið liggur enn fyrir af upp- lýsingum um klíniska nytsemi streptomycins, enda þótt víðtækar rannsóknir standi nú yfir. En kunnugt er, að áherzla er lögð á athug- anir á áhrifum streptomycins á þá sjúkdóma, sem ekki hefur heppnast að lækna með súlfa- lyfjum, penicillini né bíologiskum lyfjum. Mayo Clinic hefur gert athuganir á áhrif- um streptomycins á berkla x mönnum. Sagt er, að árangur þessara athugana hafi hvatt til áframhaldandi rannsókna en engar álykt- anir sé enn hægt að draga af þeim, sem gefi vonir um lækningu berkla með streptomycini. Hins vegar hefur streptomycin gefið miklu betri árangur heldur en nokkru sinni hefur náðst áður með lyfjum, svo kunnugt sé, við lækningu tilraunaberkla í naggrísum, einkum þó, er prómín (sulfalyf notað við berklum og holdsveiki) hefur verið notað með. Toronto háskóli og Bandaríkjaher hafa notað streptomycin við sjúkdómum í þvag- færum og við taugaveiki með glæsilegum ár- angri. Við þvagfærasjúkdómum hefur strep- tomycin verið gefið í 125 mg subcutant skömmtum 8 sinnum á dag. Þvagið hefur orðið negatíft eftir 2 til 8 stundir. Við tauga- veiki hefur streptomycin bæði verið gefið sem inntaka og innspýting í senn og hefur inntökunni verið haldið áfram í afturbatan- um. Og til þess að viðhalda terapeutisku magni í blóðinu, þarf að spýta streptomycin- inu inn á 3—4 stunda fresti. í Pennsylvania háskóla hefur Tularemia í mönnum og Salmonella og E. coli sjúkdómar verið læknaðir auðveldlega með streptomy- cini, og á Mayo Clinic hefur það læknað Klebsiella sýkingar í öndunarfærum. f Columbía háskólanum hafa verið gerðar tilraunir með streptomycin í sárum og virð- ist varanleiki þess gagnvart utan að komandi áhrifum hafa mikið gildi og góður árangur FARMASÍA 7

x

Farmasía

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Farmasía
https://timarit.is/publication/1978

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.