Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 19

Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 19
Helsingjar Útgeíandi: Félagið „Sjálísvörn“ í Kristneshæli ob o 1. ár Júlí 1943 ESSXJ RITI er að vísu ekki ætlað að fylkja sér með neinum stríð- g andi steínum í trúmálum, pótitík, bókmenntum, listum eða öðrum dægur- og deilumálum, sem á dagskrá eru. Og því er engin þörf hátiðlegra yfirlýsinga, stórra loforða eða öðru þvílíku tilheyrandi. En þetta litla rit á samt sem áður sitt markmið og því er ekki að ófyrir- synju að eyða nokkru rúmi til að fylgja því úr hlaði með nokkrum inngangs- orðum, er skýri tilganginn með útgáfu þess. Bókasafn okkar sjúklinga kér í Kristneshæli hefur frá þvi fyrsta átt við tétækt að stríða. Af opinberu fé hefur það engrar hjálpar notið, fyrr en fyrir tveimur árum, að því var veittur 300 króna árlegur styrkur. Fram að þeim tíma gat það þvi aðeins aflað sér bóka fyrir gjafir og hjálp einstaklinga, utan hælis og innan. Mun nánar sagt frá því á öðrum stað hér í ritinu. Það varð því að ráði hér í vetur, að „Sjálfsvöm", félag sjúklinga Kristnes- hælis, réðist í að gefa út þetta rit nú í sumar, til að reyna hvort eigi mundi unnt að afla bókasafninu nokkurra tekna með því. Var samþykkt á fundi félagsins, að ef svo vel tækist, að nokkur ágóði yrði, að gefa bókasafninu 3/5 hluta hans. En félagið sjálft er einnig féþurfi, ef það á einn eða annan hátt á að geta orðið sjúklingunum hér til gagns eða gleði. Eini möguleikinn til að ágóði, sem nokkru næmi, yrði aí þessu riti, nú á tímum, — þegar útgáfukostnaður er allt að því sex sinnum hærri en fyrir stríð, — var sá, að afla sér sem mestra auglýsinga. Þetta hefur nú farið svo, fyrir ágætar og drengilegar undirtektir auglýs- enda, að víst má telja, að um góðar tekjur verði að ræða fyrir bókasafnið og félagið, ef sala á ritinu verður tilsvarandi. Og við efumst ekki um, að svo verði, og að undirtektir landsmanna almennt, verði ekki síðri en hinna mörgu verzlana og iðnfyrirtækja, sem auglýst hafa. Útsala á ritinu verður í ílestum þorpum landsins og öllum stærri bæjum, og væntum við þess fastlega, að upplagið þrjóti fyrr en síðar. Með það fyrir augum hcfum við því reynt að gera innihald ritsins svo læsilegt og við flestra hæfi, sem okkar efni stóðu til, og það sem á það skortir er því orsök getuleysis, en ekki viljaskorts. En þess ber þá jafnframt að gæta, að við, sem kosnir vorum í útgáfustjórn og ritnefnd, ákváðum að freista þess, að fá allt lesmálsefni ritsins innan hælisins og leita engrar utan- aðkomandi aðstoðar þar um, nema þá til þeirra, sem hér hefðu einhvern tíma dvalið, svo sem höfundur kvæðisins „Nýtt vor“. Og verður svo lesandinn að dæma, hversu til hefur tekizt. Þá er það, að við nefnum þessa „Helsingja" okkar ársrit; því sú er hug- myndin, að reyna framvegis á hverju sumri, að gefa út eitt hefti þeirra i sama tilgangi og nú hefur verið gert. Því þó að allt bendi nú til þess, að fyr- ir góðviljaðan skilning auglýsenda og annarra á málefninu, verði allveruleg- ur hagnaður af þessu 1, ári ritsins, — þá er þess að gaata, að sú upphæð LANDSBðKASAFN , .V* i o 2 ~TÍLANT3~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helsingjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.