Helsingjar - 01.07.1943, Page 23

Helsingjar - 01.07.1943, Page 23
IJelsingjar 5 Það vorar enn, þótt elíur kveði ei hátt, og alltaí verður lengra á milli hríða. Ég lota huga að leita i sólarátt og læt hann gleyma vetrarmyrkri og kviða. Ég finn til þreytu, þótt mér skíni sól, og þó að lengi dag, er strengur brostinn; því fagur gróður féll í mold og kól. Þau fara svona með það hezta, frostin. Ég heyrði í morgun þrastar kátan klið, við kalinn glugga söng hann vori ljóðin. Ég vildi honum fegin leggja lið með litlu kvæði, en mig skorti hljóðin. Ég hvísla aðeins. Þó er þráin mín til þín, ó, vor, sem öllu lífið gefur. Svo heit og sterk en bljúg er bæn til þín, þú blessar fræ, sem enn í hýði sefur. Lát þreytu hverfa, er vetrar vá mér bjó, með vori björtu nýja strengi óma; og lát hið gamla gleymt, sem áður dó, svo gleðjist ég við káta þrastahljóma.

x

Helsingjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.