Helsingjar - 01.07.1943, Page 25

Helsingjar - 01.07.1943, Page 25
Helsingjar 7 gott skyggni sé. í dag sézt það vel, þó það sé sveipað blámóðu ijarlægðai innar. Það gefur fyr- irheit um gott veður í Mývatns- sveit. — Bifreiðin þýtur áfram niður bugðóttan veginn austur af heiðinni. Vaglaskógur er fram undan, iðgrænn og tælandi eins og ungmey, sent breiðir út faðminn móti hrifnæmum elsk- husa. ()o- fimmmenningarnir verða snortnir mannlegri lirií'n- ingu af þessari sýn og njóta innra með sjálfum sér armlaga Skógardísarinnar. Það varir þó ekki lengi; fararstjórinn lætur ekki tælast. Tólf ára hælisvist hefur engan veginn brotið vilj- ann á bak aftur, heldur mótað hann öryggi á hverju sem geng- ur. Hans úrskurður, að áfram sé haldið austur. — En í kvöld .... það fer ailt eftir tíma og veðri. Urskurðinum er tekið með stillingu og þeir, sem áður lrafa komið í Vaglaskóg, verða að láta sér nægja endurminning- arnar þar um. Þeir ioka augun- unt og fram á varirnar iæðist of- urlítið bros, sem gefur til kynna, að þar búi að baki svolítið æfin- týri, sem aldrei verði öðrum sagt, og þagmælsku skógarins er, sem betur fer, óhætt að treysta. — Það er hafinn söngur til þess að undirstrika að allir séu ánægðir. En hann varir ekki lengi. Brjóstveikir menn ættu sem minnst að hafa þá íþrótt um hönd — og það er hreint ekki fallega gert af Páli ísólfssyni, þegar hann er að biðja aila Is- lendinga að taka undir með Þjóðkórnum, því sumir ta bara hósta í ómakslaun. Og í þessari ferð var ekki framar reynt tif að syngja úf það, sem í brjóstinu bjó, enda þurfti þess ekki með því umræðuefni var nóg og gam- anyrði flugu óspart frá manni til manns. Sumir eru aldrei skraf- hreifari en þá er þeir aka í bíl; hraðinn virðist eins og orka á hugsunina; eða orkar hann að- eins á nrálbeinið? Er komið var austur í Ljósa- vatnsskarð var landakortið dreg- ið fram og þar fregnað um heiti þeirra þorra bæja, er til sézt af þjóðveginum svo og fjallanna í kring. En athyglin er öll í molum á þessari leið og eins og hún bíði þess að verða leyst úr læðingi þegar komið er austur í „fyrir- heitna landið“. „Sjá Mývatnssveit og dey síð- an“, var nokkurs konar heróp fé- laganna, sent ákveðnir voru í að framkvæma hið fyrra, en komast jafnframt hjá hinu síðara, svo lengi sem auðið yrði, enda mun enginn lá þeim það. Og nú voru þeir komnir í Mývatnssveit, sem lagnaði þeim á hinn ákjósanleg- asta hátt, böðuð í sól og sumar- skrúði. Hólmarnir í Laxá, þar sent hún breiðir úrsérnorðan við

x

Helsingjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.