Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 25

Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 25
Helsingjar 7 gott skyggni sé. í dag sézt það vel, þó það sé sveipað blámóðu ijarlægðai innar. Það gefur fyr- irheit um gott veður í Mývatns- sveit. — Bifreiðin þýtur áfram niður bugðóttan veginn austur af heiðinni. Vaglaskógur er fram undan, iðgrænn og tælandi eins og ungmey, sent breiðir út faðminn móti hrifnæmum elsk- husa. ()o- fimmmenningarnir verða snortnir mannlegri lirií'n- ingu af þessari sýn og njóta innra með sjálfum sér armlaga Skógardísarinnar. Það varir þó ekki lengi; fararstjórinn lætur ekki tælast. Tólf ára hælisvist hefur engan veginn brotið vilj- ann á bak aftur, heldur mótað hann öryggi á hverju sem geng- ur. Hans úrskurður, að áfram sé haldið austur. — En í kvöld .... það fer ailt eftir tíma og veðri. Urskurðinum er tekið með stillingu og þeir, sem áður lrafa komið í Vaglaskóg, verða að láta sér nægja endurminning- arnar þar um. Þeir ioka augun- unt og fram á varirnar iæðist of- urlítið bros, sem gefur til kynna, að þar búi að baki svolítið æfin- týri, sem aldrei verði öðrum sagt, og þagmælsku skógarins er, sem betur fer, óhætt að treysta. — Það er hafinn söngur til þess að undirstrika að allir séu ánægðir. En hann varir ekki lengi. Brjóstveikir menn ættu sem minnst að hafa þá íþrótt um hönd — og það er hreint ekki fallega gert af Páli ísólfssyni, þegar hann er að biðja aila Is- lendinga að taka undir með Þjóðkórnum, því sumir ta bara hósta í ómakslaun. Og í þessari ferð var ekki framar reynt tif að syngja úf það, sem í brjóstinu bjó, enda þurfti þess ekki með því umræðuefni var nóg og gam- anyrði flugu óspart frá manni til manns. Sumir eru aldrei skraf- hreifari en þá er þeir aka í bíl; hraðinn virðist eins og orka á hugsunina; eða orkar hann að- eins á nrálbeinið? Er komið var austur í Ljósa- vatnsskarð var landakortið dreg- ið fram og þar fregnað um heiti þeirra þorra bæja, er til sézt af þjóðveginum svo og fjallanna í kring. En athyglin er öll í molum á þessari leið og eins og hún bíði þess að verða leyst úr læðingi þegar komið er austur í „fyrir- heitna landið“. „Sjá Mývatnssveit og dey síð- an“, var nokkurs konar heróp fé- laganna, sent ákveðnir voru í að framkvæma hið fyrra, en komast jafnframt hjá hinu síðara, svo lengi sem auðið yrði, enda mun enginn lá þeim það. Og nú voru þeir komnir í Mývatnssveit, sem lagnaði þeim á hinn ákjósanleg- asta hátt, böðuð í sól og sumar- skrúði. Hólmarnir í Laxá, þar sent hún breiðir úrsérnorðan við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helsingjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.