Helsingjar - 01.07.1943, Side 26

Helsingjar - 01.07.1943, Side 26
8 Helsingjar Höfði við Mývatn. Helluvað, hlutu fyrstir aðdáun af rnörgti í þessari lör. Eru þeir hinir fegurstu, ímynd friðsæl- unnar rnitt í iðukasti og hryss- ingslegum fangbrögðum árinn- ar. Hér hefði verið nógu gaman að eyða heilum degi, ef nokkur tök hefðu verið þess, að komast út í hólmana. En förinni var heitið mikið lengra, eða allt austur í Námaskarð. Það var því ekki dregið úr ferð bifreiðarinn- ar, en ekið áf'ram eins og leið liggur fram lijá Helluvaði og Arnarvatni, þar sem tvö af þekktum skáldum Þingeyinga hafa búið. Annars mun nú vera sama, fram lijá hvaða bæ farið er í þeirri sýslu, alls staðar eru skáld, allt frá bögubósum til bragsnillinga. — Er komið var að Álftavogi, stigu félagarnir tit úr bifreið- inni, enda sjálfsagt að staldra við, þar sem fyrst er kornið að Mývatni, þessari auðlind sveit- arinnar að fegurð og fengsæld. En í hverri veig eru viðsjálar dreggjar. Það var engan veginn óblandin ánægja, sem fylgcli þessari viðdvöi, því mývargur- inn kom í breiðum og sótti ákaft að fórnardýrum sínum, sem reyndu að verjast eftir megni þessum óvíga her. Verst var að fá þenna ófögnuð inn í eyrun. Og veslings kýrnar, sem þarna voru á beit, virtust ekki fara var- hluta af varginum, enda slóu þær halánum jafnt og jiétt og blökuðu eyrunum án afláts, en bitu Jró grasið með Jressari stóisku ró, sem kúnum er svo eiginleg. Hér mátti sjá hina fyllstu nytsemi kýrhalans og hinna löngu eyrna, ef einhver hefði haldið, að Jtau væru bara til að punta upp á þessa skepnu.

x

Helsingjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.