Helsingjar - 01.07.1943, Page 28
10
Helsingjar
íslenzka alþýðumannsins, sem
þarna hefur verið að verki.
Námaskarð, auðn og öskulag.
Er nokkur lýsingáeinuumhverfi
jafnömurleg og þessi? Hvað er
dökkgrátt hraunið hjá slíkri
sjón? Það býður óendanleg til-
brigði við hvert fótmál, hæðir
og dældir, hella og skorur, hin-
ar furðulegustu myndir. Jafnvel
gróðurinn er þar ekki útilokað-
ur. En hér á þessum stað virðist
allt dæmt til jressa sama auðnu-
leysis um aldir alda. Það líður
fögnuður um mann allan, þegar
komið er austur úr skarðinu, við
að sjá gróðurinn í hlíðinni, þar
sem eyðibýlin Dalshús standa.
Það var aðeins skamnra stund
dvalið við brennisteinshverina,
þessa kraumandi pytti, sem frá
leggur svo fúla pest, að óvönum
verður flökurt af. í hlíðinni upp
af hverasvæðinu er litauðgi
óvenju fjölbreytt. Það þótti því
tilvalið að taka hér eina lit-
mynd. Þegar komið var aftur upp
í Skarðið, var numið staðar ör-
litla stund, horft til fjallanna í
suðaustri og austur eftir hraun-
inu, þar sem vegurinn til Hóls-
l jalla liggur og fyrirhugað er að
verði í framtíðinni aðalleiðin til
Austurlandsins.
Eftir vel ,,heppnaða“ máltíð,
sem neytt var í ofurlitlu rjóðri
austúr og upp af Reykjahlíð, var
haldið heim að því virðulega
setri og fenginn bátur út í
Slútnes, því að enginn getur
komið á þessar stöðvar að sum-
arlagi án j)ess að skoða þann
stað. Og það var ekki óveglegur
farkostur, sem fimmmenningun-
um var léður, sjálfur „Dettifoss“.
En rétt er, ef til vill ,að taka jaað
fram, að jaað var stærsta skipið í
flota Reykjahlíðarbóndans, en
ekki H/F Eimskips.
Já, Slútnes.
....það ljómar sem ljós yfir sveit,
öll landsins blóm, sem ég fegurst Ieit,
um þennan lága laufgróna reit,
sem lifandi gimsteinar skína....“,
segir Einar Ben. í sínu fagra
kvæði um þenna stað. Og skáld-
ið hefur sig til flugs, finnur
hljóða strauma, sem renna um
grein og stofn,fara um sinn eigin
barm, bera sig yfir víðáttu him-
ingeymsins og skynjar þráðinn,
sent tengir sköpunarverkið sam-
an í eina ætt, sem ekki einasta er
voldug, heldur
....dauðleg, eilíf og ótalþætt,
um afgrunns og himins slóðir. . . .“.
Ekkert er jafnorkandi á hið
viðkvæmasta, guðlega í mannin-
um og blómin, þetta dásamlega
skart jarðarinnar, senr andar frá
sér óendanlegri nrildi og veitir
frið og unað hverjum þeinr, sem
ekki er of stoltur til jress að lúta
. niður að þeinr í auðnrýkt hjart-
ans.
í rúnra klukkustund reikuðu
fimmmenningarnir um Slútnes,