Helsingjar - 01.07.1943, Side 31

Helsingjar - 01.07.1943, Side 31
Helsingjar 13 ÚR ENDURMINNINGUM FARMANNSINS: AKROPÓLIS. Hér segir íslenzkur farmaður frá komu sinni til AJtenu og för sinni um grafreit hinna ódauðlegu forn-grísku meistara- verka í byggingum og myndlist. Hann fylgist með gömlum, grískum leiðsögu- manni um Akropólishæðina, hina forn- helgu miðstöð hellenskrar menningar. A myndinni til hægri gnæfa rústir Parjten- ons hofsins við loft. Skijiið rennur inn á höfnina í Píreus. Þetta er mikið skijralægi, umlukt stórum haínargörðum. Hér og þar liggja stór liafskip við landfestar. Okkar skip leggst við uppfyllingu innarlega í höfn- inni. Þetta er rétt eftir hádegið, sól hæst á lofti og molluhiti; — enginn andvari svalar andrúms- loltið. Á hafnarbakkanum strita sveittir uxarnir tveir og tveir saman við að draga stóra vagna fullfermda af vörum. Norðurlandabúanum finnst þarna alls staðar sóðalegt um- horfs. Djúpt ryk á öllum götum í kringum höfnina, sem þyrlast upp undan fóturn manna og dýra og leggst eins og kæfandi mökkur fyrir vitin, að ógleymdri þeirri plágu, sem stingflugurn- ar valda með biti sínu. — Mér virðast þær áleitnari við okkur aðkomumennina en við Grikk- ina, sem eru að vinna við höfn- ina. Enda hlýtur það að minnsta kosti að vera nýnærni fyrir þær að fá að sjúga íslenzkt blóð. Það er sunnudagur næsta morgun, svo skijrverjar geta far- ið og litazt um. Ég og tveir af félögum mínum ákváðum að fara upp til Aþenu, skoða Akro- pólis og litast um á hinum forn- frægu slóðum. Og klukkan 10 þennan sunnu- dagsmorgun stígum við upjr í járnbrautarlest í Píreus. Þetta er heldur fornfáleg lest, en skröltir þó af stað með skellum og há-

x

Helsingjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.