Helsingjar - 01.07.1943, Side 32

Helsingjar - 01.07.1943, Side 32
14 Helsingjar vaða. Landið sem við ökum yfir virðist fremur hrjóstrugt og sól- brent. Tré og garðar sjást að- eins á stöku stað. Eftir 15 til 20 mínútna akstur rtemur lestin staðar á járnbraut- arstöðinni í Aþenu, hinni æfa- fornu höfuðborg Grikklands. En við fyrstu sýn virðist ekkert fornfálegt við þessa gömlu borg. Mikill hluti hennar er með ný- tízku sniði, hreinum og breiðum götum, stórum verzlunarhúsum, sporvögnum og fögregluþjón- um spígsporandi alls staðar, ti 1 að líta eftir umferðinni og hátt- um manna. Við félagarnir kunnum ekki stakt orð í grísku. Þrautalend- ing okkar er því sú, að ná í öku- mann sem eitthvað getur talað í ensku, svo við getum gert hon- um skiljanlegt, að við ætlum að skoða Akropólis. Við göngum þvi fram með röð af leiguvögn- um og eftir töluvert rabb og fingrapat við ökumennina, — sem raunar hvorugur aðilanna skildi neitt í, — gekk loks einn þeirra Iram og sagðist tala ensku. Við stígum inn í vagninn hjá honum og svo er lagt af stað til hinnar fornu háboraar o hellenskrar menningar. Og eftir litla stund blasir Akropólishæðin við fyrir fram- an okkur. Há klettabunga, gróð- urlaus að ofan með rústum af forneskjulegum byggingum á víð og dreif. Upp hæðina liggur brattur stígur, með bekkjum við vegbrúnina á stöku stað, — fyrir vegfarendur til að hvíla sig á. Við röltum hægt upp stigann. Á einum bekknum fram undan okkur situr garnall maður og styður sinaberum höndum frarn á stafprik. Hann gefur okkur auga meðan við nálgumst og þegar við erum komnir að hon- um, rís hann á fætur og býður góðan daginn á ensku. Hann segist vera leiðsögumaður og spyr hvort við séum ekki ferða- menn, sem ætlum að skoða Akropólis. Við segjum svo vera. — Já, þá þurfið þið að fá leið- sögumann. Hér er svo margt að sjá, en ókunnugir hafa þess h'til not, nema þeir hafi kunnuga með sér. Við ætlum eitthvað að segja, en sá gamli gætti ]>css vandlega að við kæmurn ekki neinum mótbárum við. Og það gerir hann á þann einfalda hátt, að hann heldur áfram að tala í ákafa og veður elginn viðstöðu- laust. — Eg er löggiltur leiðsögu- maður hér á Akropólis. Það er engin hætta á að ég afvegaleiði ferðamenn hérna. Og á meðan hann rausar, er hann að reyna að ná einhverju upp úr brjóstvasa sínum. — Gerið svo vel, segir hann um leið og hann réttir okkur sigri hrósandi skírteini sitt, senr

x

Helsingjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.