Helsingjar - 01.07.1943, Side 41

Helsingjar - 01.07.1943, Side 41
Helsingjar 23 ráfa um þessar vistarverur? Hvar eru þessar náfölu hryggðarmyndir, sem maður gerði ráð fyrir að hímdu við gluggana í „biðsal dauðans“ og mændu út „með augu vonlaus og villt á vörunum nýhóstað blóð“. Fólkið, sem ferðast hér fram og aftur, er að vísu sumt fölt og veiklu- legt, en það er ekki annað né meira en það, sem maður á að venjast að sjá á götum bæja og borga, þar sem nokkur umferð er. Og margt af fólk- inu, sem mætir manni í forstofu og göngum, er svo hraustlegt við fyrstu sýn, að ef maður vissi ekki hvar maður er staddur, mundi enginn grunur um hin sjúku brjóst, slæðast inn í vitund manns. Og hvar er hin þögula angist, sem maður bjóst við í svip og hreyfing- um þessa fólks; — hin dimmu ann- arlegu augu, djúp af spyrjandi ör- væntingu og þjáningum, — gljáandi af sótthita og ástríðubruna? Þetta fólk er vingjarnlega blátt- áfram í viðmóti, með rólega, hlýja glaðværð í svip og fasi. — Ungt fólk sem hlær í göngum og stigum, — miðaldra fólk, sem gengur stillilega frá borðstofu til dagstofu og brosir alúðlega við hverjum nýjum sem kemur í hópinn. Hvar eru þeir sem ráfa út og inn „fálátir fálmandi skrefum og fölir á kinn?“ Það á ekki við að tala um von- brigði í sambandi við þessi mál. En einhverri skyldri tilfinningu, bland- inni undrun bregður fyrir í hug manns fyrstu augnablikin. En aðeins fyrstu augnablikin. . . . Meðfram öllum þessum löngu göng- um eru lokaðar hurðir, sem kalla fram í hugann óljósar skuggamyndir og frásagnir um fangelsi og sjúkra- hús, — þjáningar og dauða. Omurleiki þeirra verkar enn einu sinni á ímyndunarafl og nervöst áhrifanæmi manns, þegar skipandi bjöliuhljómur og flýjandi fótatak í öllum göngum og stigum, berst að eyrum og boðar genginn dag, — boðar knýjandi og óumflýjanlega, að nú verður einnig þú að blanda skó- hljóði þínu við fótatak mannanna í þessum nýja heimi og hverfa síðan bak við einhverjar af þessum tölu- settu dyrum. Og þó vakir bjart og sólgullið vorkvöldið ennþá fyrir utan þessa stóru gangaglugga. — Þú veitzt að enn er hin blárökkvaða nótt langt undan, — þú veitzt að einmitt nú bylgjast mannhafið órólegt og Ieit- andi um Austurstræti, með sterkari og þyngri gný, en á nokkrum öðrum tímum sólarhringsins.... Skemmti- staðirnir, kvikmyndahúsin og gilda- skálarnir, eru að fyllast- af glaðværu fólki. Loftið hrannast af músik og sólroðnar götur teygja sig í allar áttir út frá bænum, —■ langt inn í sumar- kvöldið. . . . Oravegu út til íslenzkra fjarða og dala, þar sem hraust og heilbrigt fólk stendur enn við vinnu sína á grænum túnum og bleikum engjum.-------Þú heyrir hlátra glaðr- ar æsku inn á milli blárra fjalla og sérð hlíðar og hátinda spegla sig í hvítalygnu sólglitrandi norðlenzkra f jarða.... En bjallan hringir hvellt og skip- andi og augnabliki síðar lokast ein tölusetta hurðin að baki manns. Þar nemur þú staðar milli tveggja raða af hvítum rúmum sitt til hvorr- ar handar. Þú sérð föl og alvarleg andlit á hverjum kodda og athugul, spyrjandi augu stara á þig frá báðum hliðum. . . . Og hinn gamli uggsári ömurleiki altekur hug manns aftur. Hvílan bíður uppbúin, hvít, köld og þögul og i þeirri næstu liggur sof- andi, miðaldra maður. Andardráttur hans er undarlega snöggur og slitr-

x

Helsingjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.