Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 43

Helsingjar - 01.07.1943, Blaðsíða 43
Helsingjar 25 að bera sinn harm í hljóði, — sinn raunverulega harm, — sínar raun- verulegu ahyggjur. Hversu broslegt væri það ekki, ef einhver í þessum hóp færi að bera fram kvartanir og kveinstafi yfir álögum lífs síns, frammi fyrir þeim sem eru sömu örlögum ofurseldir? Og leynist geigvænlegur kvíði í brjósti einhvers, — kvíðinn fyrir lokastundinni og komu þess óþekkta, — hversu barnalegt væri ekki að ætla sér að leita huggunar og léttis gegn þeim geig hjá þeim, sem ef til viil sjálfir, á þögulum einverustund- um, stara heitum augum út í dimm- bláa óvissuna. Nei, — þvert á móti gerir maður sér ljóst, að eina leiðin til að létta af sínum eigin huga og annarra, þunga þess liðna og ráðgátum þess ókomna, er að búa sér til á vissan hátt, nýjan himin og nýja jörð á þessum stað, þar sem fyrsta boðorðið er að láta hverj- um degi nægja sina eigin þjáning .... veröld augnabliksins. Og svo skapast léttur, áhyggjulaus blær yfir viðmóti og daglegu lífi þegnanna í þessu þjóðfélagi innan þjóðfélagsins. Sjúklingurinn, sem er bundinn við hvílu sína allan sólar- hringinn og sem ef til vill er búinn að gera sér ljóst, að þaðan á hann ekki afturkvæmt, brosir engu að síð- ur að gamanyrðum og léttu hjali stofu sinnar og tekur sinn þátt og fylgist með í hinni tilbreytingarlausu hringrás viðburðanna þar. Dagarnir verða að vikum, og vik- urnar að mánuðum og hver dagur er látlaus endurtekning hins sama. Frá morgni til kvölds tilkynnir glymjandi bjölluhljómurinn, stundvís, ákveðinn og óumflýjanlegur, fyrirskipanir sín- ar, strax að afstaðinni hinni liðskann- andi morgungöngu hvítklæddra lækna og hjúkrunarkvenna, stofu úr stofu, frá rúmi til rúms. Morgunverður! Fótaferð! Hádeg- isverður! Heimsóknartími! Þagnar- tími! Kaffi! Legutími! Stofugangur lcsknsnnsí Kvöldvsrour! Hsttstími! Og svo kemur hvílurúmið og nótt- in. . . . Nýjir menn koma og fara, en svip- ur hins daglega lífs breytist í engu. Nýjir menn koma og „rekkjan tekur við sumum aðrir róla út og inn. . . . “ en koma þeirra orsakar enga truflun á hið óstöðvandi hjól dagsins, sem snýst jafnt og þétt; — veldur engum geðbrigðum eða hughrifum. Ef til vill koma nokkur andlit út í gluggana; ef til vill verða augu fólksins eilítið rannsakandi og spyrjandi, nokkur augnablik. En þessi blik út yfir sjón- baug hins daglega hverfa jafnhratt og þau koma í hugann. Og aðrir fara jafn hljóðlega og at- hugunarlaust, sumir út í lífið til sinna fyrri heima, — aðrir út í hið hugtaka- lausa ómæli, — þaðan sem enginn snýr aftur, — „maður lézt í gær — á morgun verða þeir tveir“ og svo er það ekki meir. Cg hin óendanlega bjölluhljóm- andi hringrás daganna heldur áfram í sífellu.-------- II Og árin líða. . . . Það var komið annað vor og ég var búinn að vera nokkurn tíma einn af íbúum Kristneshælis. Dagarnir voru orðnir langir og bjartir. Fjöll hinnar eyfirzku sveitar, stigu blá og nakin fram í lýsingu hvers morguns. Aðeins í dýpstu gilj- um og skörðum fólust mólitaðar fann- ir i skuggunum. Nýfafeddur gróðurinn teygði sig hærra og hærra upp úr moldinni, breiddi græna slikju á túnin og fyllti loftið angan. Fyrstu knúpparnir á lágvöxnum trjágróðrinum umhverfis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helsingjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.