Helsingjar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Helsingjar - 01.07.1943, Qupperneq 44

Helsingjar - 01.07.1943, Qupperneq 44
26 Helsingjar hælið voru að byrja að springa út og þeim fjölgaði með degi hverjum, sem sátu eða lágu út við gluggana í göng- um eða stofum og mændu út í vorið og veröldina. En þeir hraustustu fóru á göngu og — reikuðu umhverf- is hælið stundarkorn og teiguðu vor- loftið. Um þessar mundir vorum við að hugsa um undirbúninginn að útgáfu þessa rits. Starfið við það dró hugsanir okk- ar, sem það hafði verið falið, öðru hvoru, stund og stund úr degi, út fyr- ir hina þröngu, tilbreytingarlausu hringrás lífsins innan veggjanna. Okkur hafði komið saman um að fá allt efni ritsins innan hælisins, ef unnt væri. Hér hlaut að vera um auð- ugan garð að gresja, — þar sem menn og konur á öllum aldri og úr öllum stéttum og stigum þjóðfélags- ins mættust og mynduðu að nokkru leyti einangrað samfélag innan veggja, — spegilmynd af þjóðfélaginu sjálfu. Hér voru fulltrúar hinna ólík- ustu æfikjara. Menn með minningar stórra úthafa og fjarlægra landa; — fólk úr sveitum yztu annesja og innstu dala, með sjónarmið aldagam- alla íslenzkra viðhorfa; — æskufólk 20. aldarinnar, mótað af aðstreymi erlendra áhrifa, með jassandi mýkt í svip og hreifingum; — unglingar með ónumin óskalönd í huganum og hvíldarfús gamalmenni með horfinn heim að baki. — Efnið var ótæmandi; en það segir ekki það sama og að handsama það og fá úr því unnið. Og hin fastmót- aða bjölluhljómandi hringrás sogaði hugmyndirnar og áhugann jafnharðan til sín og þvrlaði þeim svo burtu aft- ur mörgum sinnum á dag. .... En við vildum þó að minnsta kosti reyna að fá nokkrar skyndimyndir og minningarbrot úr heimilislífi hælisbúa á liðnum árum, dregið saman í eina heild. Hér var fólk, sem búið var að dvelja hér árum saman —- nokkrir allt að því áratug eða meira, eða allt frá fyrstu tímum hælisins. Það tók til starfa árið 1927. Það hlaut að vera margs að minn- ast eftir allan þann árafjölda. En einnig hér rann viðleitni okkar að miklu leyti út í sandinn. Við minntumst að vísu lauslega á þetta við einstaka þeirra, sem hér höfðu lengst dvalið; en svo virtist sem einhver bládimm móða hefði lagzt yfir allt hið liðna innan þessara veggja, — lokað Ieiðum hugans þang- að aftur og dregið þá hulu yfir allar minningar sem þurrkuðu algerlega burtu sérsvip hverrar einstakrar þeirra. Og í þessu mistri, þar sem allt rann saman í eitt, skynjaðist að- eins hinn stundvísi bjölluhljómur bringferðarinnar óumbreytanlegu, —■ dag eftir dag og ár eftir ár. ----------Eða hafði nokkuð skeð? — Var nokkurs að minnast?.... Ef til vill ekki. . . . Vitanlega áttu einstaklingarnir sínar eigin minningar, — minningar einkalífs síns og duldra drauma. En þær snerta ekki heildina og áttu ekk- ert erindi til okkar. Þær eru frið- helgar í minni sjúkra brjósta, faldar langt á bak við hringrás dagsins, — þangað sem enginn bjölluhljómur nær. Aðeins í kyrrð hljóðra andvöku- nótta, stíga þær fram úr þögninni og setjast við hvílur mannanna. Maður á bezta aldri, vörpulegur á velli, með festulegt, einbeitt augna- ráð og viljasterkan svip, segir eitt- hvað á þessa leið: „Ég hef dvalið hér meira en ára- tug, — kom hingað vorið 1931 úr fjarlægri sveit austur á landi. — Og hér hef ég verið síðan hverja nótt innan þessara veggja, að und- anskildum stuttum tíma, sem ég lá á Akureyrarspítala.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helsingjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingjar
https://timarit.is/publication/1979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.