Helsingjar - 01.07.1943, Síða 46
28
Helsingjar
inga. Einn minnist þá ef til vill eins
og annar hins.
Hér hafa t. d. dvalið um stundar-
sakir ýmsir þjóðkunnir menn. Sum-
ir stutt og sumir lengi. En hefur þá
dvöl þeirra haft nokkra minnisverða
atburði í för með sér? Hefur nokkuð
það skeð hér í sambandi við þá eða
veru þeirra, sem annað tveggja orsak-
aði röskun eða breytingu á heildar-
svip hælislífsins, -— eða teygði afleið-
ingar sínar út í líf sjálfs þjóðfélags-
ins? — Eg efast um það. Hingað
hafa þeir komið til að leita hvíldar
og hjúkrunar. Og ég býst við að flest-
ir reyni að skilja skikkjur stríðs og
starfs eftir fyrir utan, þegar þeir stíga
hér inn fyrir þröskuld.
—--------Nei, — fólkið sem dvalið
hefur hér árum saman hefur ekki
gleymt neinu. — Hér skeði aldrei
neitt.
Og þó, þrátt fyrir allt þetta tóm-
lega svipleysi daganna, er glaðlegur
hýrleiki yfir viðmóti og fasi þessa
fólks, sem dvalið hefur hér árum
saman, það leikur brosbirta um augu
og varir, þegar minnst er á horfinn
tíma, eins og í hug þeirra sé einhver
hlýr bjarmi yfir öllu því liðna.
Og þær eru líka vafalaust margar
sólskinsstundirnar, sem hafa ljómað
um hug þeirra sjúku í hvíta húsinu í
Kristnesbrekkunni. Þegar sumardag-
arnir hvelfa bláheiðum himni yfir ey-
firzka dalinn, gróðrarangandi loftið
streymir svalandi inn um alla glugga
og dyr og sólargeislarnir loga á
grænkandi hlíðum eða glitra í bláum
straumi elfunnar fyrir neðan heim-
kynni þeirra.
Og það er fleira, sem skapar sól-
skinsstundir, í hug íbúanna í „bið-
salnum" norðlenzka. Stundir, sem
varpa blæbrigðum á hringrás dagsins.
Gestakomur sjaldséðra vina eða
vandamanna, hin árlega skemmtiferð
sumarsins í Vaglaskóg, fram í Eyja-
fjarðardali — eða til annarra fagurra
staða nærsveitis. Og svo síðast en
ekki sizt: heimsóknir ýmissa lista-
manna orðsins eða tónanna! Flestir
þekktustu, íslenzku söngvararnir okk-
ar hafa einhvern tíma komið hingað,
og margir ágætir upplesarar, fyrirles-
arar og leikarar; — jafnvel heilir
kórar og að minnsta kosti einu sinni
sjálft Leikfélag Akureyrar með fleiri
þátta leikrit. Það var þegar Haraldur
Sigurðsson var þar með sinn þreytt
Þorlák. — Og það var viðburður, sem
margir muna vel. Ef til vill þarfnast
engir meira en við, sem búum á þess-
um stöðum, að leita gleymskunnar
nokkur augnablik í heimi hlátra
glaðværðar.
En þessi sólskinsaugnablik megna
þó aðeins að varpa ljóma og litbrigð-
um einnar líðandi stundar, á hina
stöðugu og óbreytanlegu hringferð
daglega lífsins. En á gang hennar
hafa þau engin áhrif. Þau hverfa því
sjónum manna fyrr en varir í óbreyt-
anleik daganna. Og stundvís, knýandi
bjölluhljómurinn heldur áfram eftir
sem áður, að boða fyrirskipanir sín-
ar. — Stundin líður og ljóminn hverf-
ur og svo kemur ný nótt. . . .
Og svo eru þeir líka ávalt margir,
sem ekki fá notið þessara augnablika.
A bak við hinar tölusettu dyr, eru
alltaf einhverjir, sem stara spyrjandi
augum, gljáandi af sótthita, út í tóm-
ið — út þangað sem dyr hinnar
dimmbláu, óræðu eilífðar eru að opn-
ast þeim.-----------
Og greinin um minningar frá Krist-
neshæli var aldrei skrifuð.
Hugmyndin fjaraði út í tilbreyting-
arlausri hrynjandi daganna eins og
svo margt annað.
I stað hennar urðu til þessar hug-
leiðingar mínar um hringrás og
bjölluhljóma, um leiftur líðandi
stundar og svip hinna sviplausu daga
í „biðsölum dauðans".