Mosfellingur - 11.07.2024, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblað í rúm 20 ár4
MOSFELLINGUR
Næsta blað
kemur út 27.
ágúst - fyrir
bæjarhátíðiNa
mosfellingur@mosfellingur.is
HelgiHald næstu vikna
Í sumar verða sumarmessur í Mosfells-
bæ, Kjalarnesi og Kjós. Sumarmessurn-
ar eru hluti af samstarfsverkefni kirkn-
anna á þessu svæði með fjölbreyttu
helgihaldi.
Nánari upplýsingar má finna á
Facebook- og Instagram-síðunni:
Sumarmessur í Mosfellsbæ,
Kjalarnesi og Kjós.
sunnudagur 14. júlí
Kl. 20: Kvöldmessa í
Lágafellskirkju.
Sr. Henning Emil Magnússon.
sunnudagur 21. júlí
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn.
sunnudagur 28. júlí
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn.
sunnudagur 11. ágúst
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn.
sunnudagur 18. ágúst
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Henning Emil Magnússon.
sunnudagur 25. ágúst
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Henning Emil Magnússon.
Miðvikudagur 28. ágúst
Kl. 20: Tónleikar í Lágafellskirkju í
túninu heima. Nánar auglýst síðar.
Rafræn fermingarskráning
fyrir vorið 2025. Upplýsingar og
skráning á heimasíðunni okkar.
lagafellskirkja.is
Endilega fylgdu okkur
á samfélagsmiðlum
Ólöf Sívertsen ráðin
sviðsstjóri fræðslu-
og frístundasviðs
Ólöf Kristín Sívertsen hefur verið
ráðin í starf sviðsstjóra fræðslu-
og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Staðan var auglýst
í vor og bárust 35
umsóknir. Ólöf er
með B.Ed. gráðu,
kennsluréttindi
og leyfisbréf í
leik-, grunn- og
framhaldsskóla
frá Kennara-
háskóla Íslands, MPH gráðu í
lýðheilsufræðum frá Háskólanum
í Reykjavík og diplóma á meistara-
stigi í stjórnun menntastofnana.
Ólöf býr yfir 20 ára farsælum ferli
á vettvangi fræðslumála og hefur
hún í störfum sínum öðlast víðtæka
þekkingu á skóla- og frístundaum-
hverfi sveitarfélaga. Undanfarin
fjögur ár hefur Ólöf starfað sem
verkefnastjóri mats og lýðheilsu á
fagsviði grunnskóla hjá skóla- og
frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Ólöf býr í Mosfellsbæ, hefur mikinn
áhuga á útivist og gegnir um þessar
mundir starfi forseta ferðafélags
Íslands. Þá hefur hún tekið virkan
þátt í foreldrastarfi í Lágafellsskóla
og verkefninu Heilsueflandi
Mosfellsbær um árabil.
Ný grenndarstöð við
Bogatanga í notkun
Gámum hefur verið fjölgað á
grenndarstöðinni við Bogatanga
auk þess sem aðgengi og umhverfi
hefur verið bætt. Grenndarstöðin
flokkast nú sem stærri grenndarstöð
með sex gáma fyrir málm, gler,
textíl, pappír/pappa, plast og skila-
gjaldsskyldar umbúðir. Á næstunni
verður trjám plantað á svæðinu til
að fegra það enn frekar.
Miðvikudaginn 12. júní voru afhentir styrk-
ir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að
stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla-
og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Í sjóðinn geta sótt kennarar, kenn-
arahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við
skóla/frístund í Mosfellsbæ, einn skóli eða
fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu sem og
fræðslu- og frístundasvið í samstarfi við
skóla.
Veittir eru styrkir einu sinni á ári úr
sjóðnum. Heildarframlag sjóðsins árið 2024
eru þrjár milljónir. Að þessu sinni hlutu eft-
irfarandi verkefni styrk úr sjóðnum:
verkleg vísindi, varmárskóli
Verkefnið mun auka verklega kennslu í
náttúrugreinum í Varmárskóla með fjöl-
breyttu námsefni sem auðveldar kennurum
að nálgast viðfangsefnin á skapandi hátt.
Með þessum styrk að upphæð 500.000 kr.
mun Varmárskóli fjárfesta í námsefni sem
eflir kennslu í eðlisfræði og stærðfræði.
námskeið í markmiðasetningu fyrir
elstu nemendur grunnskólans, félags
miðstöðin Bólið í samstarfi við náms
og starfsráðgjafa grunnskólanna
Boðið verður upp á námskeið í sjálfsefl-
ingu og markmiðasetningu fyrir nemend-
ur í 10. bekk. Markmiðið er að ungmenni
vinni með eigin gildi, styrkleika, áhugasvið,
drauma og framtíðarsýn. Inntak verkefnis-
ins snýr að andlegri og félagslegri vellíðan
ungmenna og fellur bæði undir forvörn og
heilsueflingu. Verkefnið hlaut 600.000 kr.
styrk.
söngur á allra vörum, leikskólinn Hlíð
Verkefnið mun efla notkun tónlistar
til að stuðla að málþroska ungra barna.
Tekin verður upp söngbók leikskólans
bæði í hljóð- og myndformi og efnið gert
aðgengilegt starfsmönnum, foreldrum og
öðrum áhugasömum. Styrkur að upphæð
250.000 kr. er hugsaður til að hefja vinnuna
og koma verkefninu af stað.
steaMkennsla á öll stig grunnskólans,
Helgafellsskóli
Í verkefninu verður innleidd og efld
STEAM-nálgun í kennslu á öllum stigum
grunnskólans, og gæti hún náð til 5 ára
leikskólabarna. Styrkur að upphæð 700.000
kr. verður nýttur til að kaupa bæði tæki og
námsefni til að efla kennara og nemendur
í STEAM-kennslu og hvetja til skapandi og
gagnrýninnar hugsunar.
aukin útikennsla, leirvogstunguskóli
Í verkefninu verður útbúin aðstaða á
leikskólalóð til að auka útinám með því
að skapa útieldhús, vatnabraut og drullu-
mallsvæði. Markmið verkefnisins er að
auka útikennslu, leikefni og leikaðstæður í
útiveru. Styrkurinn að upphæð kr. 200.000
er hugsaður til að koma verkefninu af stað
í vinnslu innan skólans í samstarfi við for-
eldrasamfélagið.
Flipp Flopp, kvíslarskóli
Verkefnið mun styðja Kvíslarskóla við að
taka mikilvægt skref til að efla raungreinar
með kaupum á smásjám, stuðningi við
kennara og þróun kennsluhátta. Flipp
flopp verkefnið, sem hófst fyrir þremur
árum, hefur bætt kennsluhætti og stuðlað
að innleiðingu leiðsagnarnáms í skól-
anum. Verkefnið fékk styrk að upphæð
400.000 kr.
Frá fræi til afurðar, leikskólinn Hlíð
Verkefnið mun veita börnum og starfs-
fólki tækifæri til að sá fræjum og fylgjast
með þeim vaxa og dafna. Þannig fá þau að
upplifa hringrás náttúrunnar og sjá hvernig
eitt lítið fræ getur orðið að afurð, kryddi,
grænmeti, ávexti eða plöntu sem þau geta
síðar notið. Styrkurinn 350.000 kr. er hugs-
aður til að koma verkefninu af stað með t.d.
gróðurkössum á lóðinni.
Nafn sjóðsins Klörusjóður er til heið-
urs Klöru Klængsdóttur (1920-2011).
Klara útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands
árið 1939 og hóf sama ár kennslu við Brú-
arlandsskóla hér í bæ og starfaði hún alla
sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Markmiðið að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ
styrkir úr klörusjóði afhentir
afhending í listasalnum
Stofutónleikaröð Gjúfrasteins er hafin en hún hóf fyrst göngu sína
árið 2006.
Tónlist skipti Halldór Laxness miklu máli frá fyrstu tíð. Bæði rit-
aði hann um tónlist af ýmsum tilefnum og eins lék hann á píanó,
ekki síst verk Johann Sebastian Bach.
Í tíð Halldórs og Auðar voru ávallt haldnir tónleikar í stofunni
þar sem fjöldi listamanna kom fram, jafnt innlendir sem erlendir.
Stofutónleikar eru haldnir alla sunnudaga í sumar og hefjast kl.
16, aðgangseyrir er 3.500 kr. Hægt er að sjá nánari dagskrá á www.
gljufrasteinn.is.
víðáttur laxness – tríó Hjartar Jóhannssonar
Sunnudaginn 14. júlí fer fram sannkölluð djassveisla í stofunni
á Gljúfrasteini. Þá munu þeir Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Andri
Ólafsson og Magnús Tryggvason Eliassen leika frumsamda tónlist
Hjartar sem innblásin er af þemum, stöðum og persónum í höf-
undarverki Halldórs Laxness. Auk þess verða á dagskránni nokkrar
perlur sem samdar hafa verið við ljóð Laxness.
Tónleikaröð Gljúfrasteins hóf göngu sína árið 2006 • Alla sunnudaga í stofunni kl. 16
stofutónleikar í allt sumar
gljúfrasteinn í mosfellsdal