Mosfellingur - 11.07.2024, Side 12

Mosfellingur - 11.07.2024, Side 12
 - 17. júní í Mosfellsbæ12 M yn di r/ Ra gg iÓ la Að vanda var haldið upp á þjóðhátíðardag- inn með glæsibrag í Mosfellsbæ. Dagskráin hófst með hátíðarguðþjónustu í Lágafellskirkju undir stjórn sr. Hennings Emils Magnússonar. Sigurður Hreiðar, Mosfellingur og fyrrverandi ritstjóri, flutti hátíðarræðu og stóðu skátar frá skátafé­lag- inu Mosverjum heiðursvörð við kirkjuna. Við Varmárlaug var haldið upp á 60 ára vígsluafmæli laugarinnar og 60 ára af- mæli Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar, en hljómsveitin lé­k í fyrsta skipti opinberlega við vígslu laugarinnar og hefur nú starfað óslitið í 60 ár. Við sama tækifæri fór fram útnefning heiðursborgara Mosfellsbæjar. Við Kjarna var boðið upp á sé­rstakar lýð- veldisbollakökur í tilefni af 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins og þar var hægt að nálgast bókina Fjallkonan – „Þú ert móðir vor kær“, en hvoru tveggja var gjöf forsæt- isráðuneytisins til landsmanna. Ástrós Hind í hlutverki fjallkonu Skátarnir leiddu skrúðgöngu frá Mið- bæjartorgi að Hlé­garði þar sem hátíðar- dagskráin fór fram að viðstöddum miklum fjölda bæjarbúa. Skólahljómsveit Mosfells- bæjar tók á móti skrúðgöngunni með lúðra- blæstri. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Regína Ásvaldsdóttir, fór með hátíðarræðuna og fjallkonan var Ástrós Hind Rúnarsdóttir. Hún flutti Litla Ísland eftir Ólöfu Sigurð- ardóttur frá Hlöðum. Ástrós hefur nýlokið prófi í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og var umfjöllunarefni lokaverkefnis henn- ar í bókmenntafræðinni ritstörf Ólafar. Meðfram námi sínu hefur Ástrós starfað í Bókasafni Mosfellsbæjar. Fjölskyldudagskrá og kaffihlaðborð Bolli og Bjalla úr Stundinni okkar kynntu fjölskyldudagskrá sem var lífleg að vanda. Leikfé­lag Mosfellssveitar bauð upp á atriði úr Línu Langsokk, Árni Beinteinn og Sylvía sungu og dönsuðu og börnin tóku virkan þátt. Þá mætti Bangsímon frá Leikhópnum Lottu og VÆB bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Helgi. Á Hlé­garðstúninu voru hoppukastalar og fleira í boði fyrir börn. Árlegt og glæsilegt kaffi­hlaðborð Aftur- eldingar var vel sótt og keppt var um titilinn Sterkasti maður Íslands á Hlé­garðstúni sem er árleg keppni skipulögð af Hjalta Árna- syni, betur þekktum sem Hjalta Úrsus. Það var sannarlega líf og fjör í bænum og veðrið hið ágætasta. Þjóðhátíðardeginum fagnað kynnarnir bolli og bjalla með fjallkonunni 2024 skátar standa heiðursvörð um fjallkonu, bæjarstjóra og línu langsokk stungið sér til afmælis- sunds í 60 ára varmárlaug leikfélagið leiðir skrúðgönguna lögreglan sýnileg prúðbúin fjölskylda bekkurinn þéttsetinnsvipmyndir frá 17. júní

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.