Mosfellingur - 11.07.2024, Side 18
Einar Ingi Hrafnsson var ráðinn
framkvæmdastjóri Aftureldingar
þann 1. maí. Hann þekkir vel til
félagsins enda sjálfur verið þar iðkandi,
þjálfari og sjálfboðaliði og mun því
reynsla hans nýtast honum vel í starfi.
Einar segir Aftureldingu vera stærstu
uppeldismiðstöð Mosfellsbæjar enda
flest börn bæjarins sem koma þar við, en
í mislangan tíma þó. Hlutverk félagsins sé
að skapa umhverfi fyrir þau öll.
Einar Ingi er fæddur í Reykjavík 16.
september 1984. Foreldrar hans eru Sonja
Ingibjörg Einarsdóttir fv. leikskólastjóri og
Hrafn Stefánsson rafvirkjameistari.
Bróðir Einars Inga er Heiðar Númi f.
1989.
Góðir tímar með afa og ömmu
„Ég er alinn upp í Reykjahverfinu í Mos-
fellsbæ, þar liggja mínar æskuslóðir og for-
eldrar mínir búa þar enn. Það var virkilega
gaman að búa upp í byggðum, ég hefði
hvergi annars staðar viljað búa, mikið af
krökkum á sama aldri og nóg um að vera.
Maður hjólaði í gryfjunum, smíðaði kofa
með strákunum og svo var farið á fótbolta-
æfingar á Tungubökkum.
Fjölskylduútilegurnar í gamla góða A
tjaldinu með mömmu og pabba klikkuðu
ekki, svo maður tali nú ekki um sumarfríin
til Mallorca. Það voru líka góðir tímar með
afa og ömmu á Breiðdalsvík og á Selfossi,
þar var margt brallað.“
Maður tengdi við golfið
„Ég gekk í Varmárskóla og Gagnfræða-
skóla Mosfellsbæjar og mér fannst mjög
gaman í báðum þessum skólum. Í byggð-
arbekknum var sterkur kjarni sem náði
vel saman og við erum enn bestu vinir í
dag. Það var eitthvað við skólann sem var
töfrandi, skíðaferðirnar, Reykir, Bólið, Út-
varp Einar og önnur ferðalög.
Á sumrin var maður á íþrótta-
námskeiðum Aftureldingar og
æfandi fótbolta en svo tók vinnu-
skólinn við. Það var eftirminni-
legur tími, þá var maður oft úti
á Hlíðarvelli. Maður tengdi við golfið sem
verður vonandi mitt framtíðarsport næsta
áratuginn eða svo,“ segir Einar og brosir.
„Ég starfaði líka eitt sumar með pabba í
rafmagninu og það var mjög lærdómsríkt.“
Handboltinn alltaf númer eitt
„Ég útskrifaðist sem stúdent frá Borgar-
holtsskóla, þetta voru góð ár og þarna eign-
aðist maður vini fyrir lífstíð. Félagslífið tók
dágóðan sess, með mennta-
skólaböllum, innanskóla ræðu-
og söngvakeppnum og svo
auðvitað handboltinn, hann
var alltaf númer eitt.
Á sumrin starfaði ég á Dominos, KFC
og í Áhaldahúsi Mosfellsbæjar við allt frá
dýraeftirliti til ruslatínslu.“
Mikið á ferð og flugi
Eiginkona Einars Inga er Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir mannauðs- og launasérfræðingur
hjá flugfélaginu Air Atlanta og landsliðs-
kona í handbolta. Börn þeirra eru Arnór
Bjarki f. 2016 og Sara Sonja f. 2020.
„Við fjölskyldan erum mikið á ferð og
flugi á sumrin, förum í sund, út að hjóla
og svo höfum við gaman af því að ferðast
bæði innanlands með tjaldvagninn og svo
að fara í ferðir erlendis.“
Markmiðið var alltaf að spila erlendis
„Sumarið 2009 var ferðinni heitið til
Þýskalands í atvinnumennsku í handbolta.
Það má segja að draumar mínir hafi ræst en
markmið mitt var alltaf að spila erlendis.
Við fluttum til Nordhorn og bjuggum þar
í 2 ár, þetta var skemmtilegur tími. Það-
an fluttum við til Danmerkur, til norður
Jótlands en enduðum svo á að vera 4 ár í
Noregi þar sem sonur okkar fæddist.
Varðandi veru okkar erlendis er hægt að
segja að okkur var alls staðar vel tekið, við
kynntumst mörgu fólki og skildum eftir
okkur spor á sama tíma.“
Íþróttir sameina fólk
„Þeir titlar sem unnust í Noregi og sögu-
leg undanúrslit sem enduðu með minnsta
mun gegn stórliði Álaborgar í Danmörku er
eitthvað sem ég gleymi aldrei og er þakklát-
ur fyrir að hafa fengið að taka þátt í.
Vera mín erlendis styrkti mig á margan
hátt sem einstakling sem mun nýtast mér
alla tíð. Ég er búinn að vinna með liðsfélög-
um, fólki frá mismunandi löndum, þar sem
markmiðið var alltaf skýrt, að hámarka ár-
angur og gera það saman sem lið. Það sem
íþróttir gefa fyrst og fremst er að sameina
fólk og skapa vináttu og gleði.
Við fluttum heim eftir átta ára veru
erlendis og ég hóf störf hjá heildverslun
Halldórs Jónssonar ehf. Það kom svo ekk-
ert annað til greina en að fara að spila aftur
með mínu liði Aftureldingu og loka þannig
hringnum með sögulegum bikarameist-
aratitli eftir langþráða bið á lokatímabilinu
mínu.“
Kemur með ákveðna sýn til starfa
Einar Ingi er með BSc próf í viðskipta-
fræði frá Háskólanum í Reykjavík og tók
síðan master í stjórnun og stefnumótun.
Í Noregi starfaði hann sem cost controller
í olíubransanum og innan fjármálateymis
og öðlaðist þar dýrmæta reynslu. Einar var
ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar
þann 1. maí.
Aðspurður um nýja starfið segir Einar:
„Ég elska félagið mitt, það bjó mig til og ég
á því mikið að þakka. Ég kem með ákveðna
sýn til starfa, mig langar að virkja betur
samvinnu innan félagsins, milli eininga
og deilda. Ég trúi því af einlægni að saman
sem heild sé félagið í fararbroddi í íslensk-
um íþróttum.
Við eigum frábæra þjálfara, flottustu
sjálfboðaliðana og orku innan samfélagsins
til að stefna hærra. Með þeirri framtíðar-
aðstöðu sem áform eru um og lengi hefur
verið beðið eftir munum við taka stærri
skref í átt að betra og flottara félagi.“
Bjóðum upp á fjölbreytt starf
„Afturelding er ein stærsta uppeldismið-
stöð Mosfellsbæjar, hér koma flest börn
bæjarins við, í mislangan tíma þó, hlutverk
okkar er að skapa umhverfi fyrir þau öll.
Umhverfi íþróttanna er stórkostlegt,
sama á hvaða aldri þá eiga íþróttir að
virkja einstaklinginn, styrkja hann bæði
félagslega og líkamlega. Það verða vissu-
lega ekki allir afreksmenn, en Afturelding
þarf að vera vettvangur fyrir alla, við erum
fjölgreinafélag. Sem framkvæmdastjóri Aft-
ureldingar þá langar mig að halda áfram því
góða starfi sem unnið hefur verið og styrkja
grunnstoð bæjarins til góðra verka, finna
jafnvægi og tengingu milli uppeldisstarfs
og afreksstarfs.
Við bjóðum upp á fjölbreytt starf fyrir
íbúa bæjarins, af því megum við vera stolt
því það er eitt sem við íbúar Mosfellsbæjar
eigum sameiginlegt og það er að við styðj-
um öll Aftureldingu, ekki satt?“ segir Einar
Ingi og lítur á mig og brosir.
- Mosfellingurinn Einar Ingi Hrafnsson18
Myndir: Ruth Örnólfs, Raggi Óla, Thelma Arngrímsdóttir og úr einkasafni.
Fjölskyldan, Arnór Bjarki, Þórey Rósa, Einar Ingi
og Sara Sonja.
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Einar Ingi Hrafnsson framkvæmdastjóri Aftureldingar kemur með ákveðna sýn til starfa
Afturelding er ein stærsta
uppeldisstöð Mosfellsbæj-
ar, hér koma flest börn bæjarins
við, í mislangan tíma þó.
Íþróttir sameina fólk
og skapa vináttu
Hver kom þér síðast á óvart og
hvernig?
Gamli vinnustaðurinn kvaddi mig með
viskíflösku og kúbuvindli, sem ég á að
hafa uppi á skrifstofu til að fagna framtíð-
arsigrum og áföngum Aftureldingar.
Hver er þín óvenjulegasta lífsreynsla?
Ég bjó erlendis í 8 ár, Þýskalandi,
Danmörku og Noregi.
Bestu kaup sem þú hefur gert?
Ætli það sé ekki pizzaofninn sem við
keyptum þegar við fluttum til Þýskalands
2009, var elskaður og dáður af öllum sem
fengu að smakka, sá skilaði sínu.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
hefur gert?
Fullt af skemmtilegum stundum, en ætli
bikarmeistaratitillinn síðasta vor sé ekki
verðskuldað á toppnum. Að fá að lyfta
bikarnum fyrir framan bæinn minn, eftir
alla vinnuna og ekki síst eftir þessa löngu
bikarbið hjá klúbbnum var ólýsanlegt.
Hvar lætur þú klippa þig?
Minn bestir maður Gunni Mall (Viking-
blendz) sér um að klippa mig.
HIN HLIÐIN
ungur að árum brúðkaupsfín
afturelding bikarmeistari 2023