Mosfellingur - 11.07.2024, Síða 22
- Fréttir úr bæjarlífinu22
Þá er Barnadjass í Mosó lokið í annað sinn
og er þar með orðið að árlegri hefð hér í
bænum.
Hátíðin heppnaðist frábærlega. Alls tóku
yfir 30 börn á aldrinum 7-15 ára þátt í há-
tíðinni og auk þess voru áhorfendur hátt í
400 samtals. Hljóðfæraleikararnir voru frá
Mosfellsbæ, Ísafirði, Reykjavík, Hafnarfirði,
Kópavogi, Noregi og Færeyjum.
Börnin sem spiluðu á tónleikunum áttu
þó rætur að rekja mun víðar, svo sem til
Svíþjóðar, Kína, Palestínu, Afganistan,
Hollands, Nígeríu og Litháen.
Tvennir tónleikar í Hlégarði
Haldnir voru fernir tónleikar, þar af
tvennir í Hlégarði. Anna Sigríður Guðna-
dóttir bæjarfulltrúi opnaði hátíðina en
einnig talaði Cecilie Willoch sendiherra
Noregs á opnunartónleikunum og þá með-
al annars um þetta frábæra norsk-íslenska
samstarf sem hátíðin er og við viljum sjá
halda áfram að vaxa og dafna.
Auk tónleikanna var haldið opið sum-
arnámskeið fyrir áhugasama krakka um
djass og spuna. Námskeiðið var vel sótt
og voru krakkarnir flestir mjög ánægðir og
áhugasamir.
Gestgjafarnir á aldrinum 9-13 ára
Djasskrakkar, hljómsveit skipuð fimm
börnum á aldrinum 9-13 ára úr Mosfellsbæ,
var gestgjafi hátíðarinnar og stóðu krakk-
arnir sig með mikilli prýði í því hlutverki
bæði á sviði og fyrir utan sviðið.
Þau frumfluttu nýtt lag, Blár krummi,
sérstaklega samið fyrir hátíðina af Karli
Olgeirssyni tónlistarmanni sem einnig tók
þátt í flutningnum. Þetta heppnaðist stórvel
og munu Djasskrakkar taka Bláan krumma
með sér á Kids in jazz, norska barnadjass-
hátíð núna í ágúst.
Hátíðinni var svo lokað af Regínu Ást-
valdsdóttur bæjarstjóra.
Hátíðin var styrkt af Mosfellsbæ, Kiwan-
isklúbbnum Mosfelli, Barnamenningar-
sjóði og Ölgerðinni og vill hátíðin koma á
framfæri kærum þökkum fyrir stuðninginn
og hlakkar til að endurtaka leikinn að ári.
Orðið að árlegri hefð • 30 börn á aldrinum 7-15 ára
Barnadjass í Mosó
heppnaðist vel
Haruna Koyamada, Odd André Elveland og
Guðrún Rútsdóttir hafa borið hitann og þungann.
að loknum tónleikum
blásið til veislu
ALLT UM MÓTIÐ
UMFI.IS
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS
UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR
BORGARBYGGÐ
UNGLINGA
LANDSMÓT
UMFÍ BORGARNESI
1.-4. ÁGÚST
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ FYRIR 11–18 ÁRA.
TÓNLEIKAR OG SKEMMTUN Á KVÖLDIN.