Mosfellingur - 11.07.2024, Síða 24

Mosfellingur - 11.07.2024, Síða 24
 - Aðsendar greinar24 Þverholti 3 - Sími: 566-6612 FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Leirvogstunga 27, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600 Gólfefna lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Þjónusta við mosfellinga www.fastmos.is 586 8080 Sími: Dreymir þig um eigið húsnæði? Hafðu samband Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is www.bmarkan.is Smiðjuvegi 60 (rauð gata) Kópavogi - Sími 557 2540 Hj‡lmar Guðmundsson Lšggildur hœsasm’ðameistari s:6959922 fhsverk@gmail.com Íslensk stjórnvöld hafa nýlega sett fram aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk sem ber nafnið „Gott að eldast“ sem byggir á nýrri hugsun við ört stækkandi hóp í samfélaginu. Í þeirri áætlun er leitast eftir að breyta og bæta þjónustu við eldra fólk, tryggja þjónustu við hæfi á réttu þjón- ustustigi og fjölga þeim sem taka virkan þátt í samfélaginu. Lögð er áhersla á heilbrigða öldrun með andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsueflingu. Sérleg áhersla er á að auka félags- lega virkni og draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika eldra fólks. Félagsleg einangrun einstaklinga er vaxandi vandamál á heimsvísu. WHO Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin hefur vakið athygli á alvarleika málsins og metur félagslega einangrun sem ógn við lýðheilsu á pari við reykingar, ofneyslu áfeng- is og hreyfingarleysi. Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru einnig tengd kvíða, þunglyndi, sjálfsvígum og heilabilun og geta aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og heilablóðfalli. Á sex svæðum á landinu hafa verið ráðnir tengiráðgjafar, sem hafa m.a. það hlutverk að hafa yfirsýn yfir bjargir í nærsamfélaginu, auka félagsleg samskipti einstaklinga og hópa í viðkvæmri stöðu, vinna að betri tengingu á milli þjónustuaðila og auka samtal milli félagsþjónustu, heilsugæslu, félagasamtaka, trúfélaga, sjálfboðaliðasamtaka og fleiri aðila. Hugmyndin er að virkja nærum- hverfið og taka betur utan um fólk sem er félagslega einangrað eða einmana. Hlutverk tengiráðgjafa er þannig að stíga inn í og finna lausnir sem henta hverjum og einum. Það er mikilvægt að draga úr félagslegri ein- angrun sem hefur áhrif bæði á einstaklinga og samfélagið. Aukin félagleg tengsl efla bæði and- lega og líkamlega heilsu, auka lífsgæði, vellíðan og bæta samfélagið. Undirrituð er tengiráðgjafi fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós og starfar á velferðarsviði Mosfellsbæjar. Velkomið er að hafa samband við mig varðandi ráðgjöf og upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði. Guðleif Birna Leifsdóttir Tengiráðgjafi á velferðarsviði Mosfellsbæjar gudleifl@mos.is s. 525-6700 Farsæl efri ár Mosfellsbær varð formlega að kaupstað 9. ágúst 1987 og fagnaði því 35 ára kaup- staðarafmæli á liðnu ári. Á liðnum ára- tug eða svo hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað mikið. Það kemur okkur ekki á óvart – því það er gott að búa í Mosó. Nú þegar íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað þurfum við sem samfélag að velta því fyrir okkur, hvernig viljum við halda áfram og hvernig viljum við þroskast? Hvað viljum við sjá í okkar samfélagi eða erum við bara sátt við það eins og það er? Myndum við ekki vilja að fleiri legðu leið sína í okkar fallega bæ til að skoða, njóta og staldra við? Hvað eru aðrir að gera? Ástæður þessara vangaveltna og þessarar greinar eru þær að um liðna helgi lagði ég leið mína í Hafnarfjörð og þar streymdi fólkið að. Fólk var annars vegar að sækja tónleika Hunds í óskilum og hins vegar bæjar- og tónlistarhátíð- ina Hjarta Hafnarfjarðar, en sú hátíð er haldin vikulega yfir hásumarið. Fyrr í sumar var haldin hin árlega Víkingahátíð sem fjölmargir sóttu og að auki er boðið upp á menningar- og heilsu- göngur, alla miðvikudaga, sem eru unnar í sam- starfi nokkurra stofnana bæjarins. Svo einhverjir viðburðir séu nefndir. Þessir viðburðir eru ekki allir skipulagðir af bænum - en þeir eiga það sameiginlegt að fólk er að leggjast á eitt um að bjóða upp á margvíslega, skemmtilega dagskrá sem fær fólk til að koma í bæinn og kynnast því sem boðið er upp á. Eftir sitja heimsóknir og tekjur sem liggja hjá fyrirtækjum í bænum. Hvernig væri að við hugsuðum þetta fyrir komandi ár? Við höfum upp á svo margt að bjóða. Við gætum boðið upp á skipulagðar göngur á fellin, jafnvel einn eða tvo daga þar sem öll fellin væru tekin í einu eða tvennu lagi. Við gætum líka boðið upp á hjólaferðir, söguferð um Álafosskvos, göngutúr um Reykjahverfið og fræðst um her- námið. Við gætum fengið tónlistarfólk bæjarins til að halda tónleika t.d. í Lágafellskirkju, á tún- inu við Hlégarð eða á Miðbæjartorginu. Við gæt- um verið með útileikföng á Miðbæjartorginu. Einnig væri hægt að vera með ratleik sem gengi í gegnum bæinn. Markaðurinn í Mosskógum hefur dregið marga að og nú er lag að einhver taki við boltanum þar. Margt af þessu er gert á Menningu í mars eða á bæjarhátíðinni en við viljum fá fleiri í bæinn en þá einu helgi. Með markvissu skipulagi og vinnu allra aðila værum við að koma bænum á kortið sem áfangastað, ekki bara svefnbæ sem maður keyrir í gegnum. Af þessari vinnu leiðir að fleiri staldri við, sem þýðir að meiri þjónustu er hægt að bjóða upp á í bænum. Við höfum upp á svo margt að bjóða í okkar umhverfi sem væri gaman að sýna öðrum og myndi lífga upp á sumarlífið okkar. Dagný Kristinsdóttir Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar. Hvernig viljum við þroskast sem samfélag?

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.