Mosfellingur - 11.07.2024, Page 26
Heilsumolar gaua
- Aðsent26
NáttúruíþróttabæriNN
Mosfellsbær er hugsanlega
það bæjarfélag á Íslandi
sem er best fallið til þess að verða
paradís þeirra fjölmörgu sem stunda
náttúruíþróttir af einhverju tagi.
Ég sé fyrir mér fjallahjólastíga í
fellunum okkar fjölmörgu, miskrefj-
andi stíga þannig að allir geti fengið
áskoranir við hæfi, reynsluboltar
sem byrjendur. Stígarnir myndu
tengjast þannig að hægt væri að
fara í lengri ferðir. Þeir myndu líka
tengjast yfir í Esjuna, sem má segja
að sé nokkurs konar móðir fellanna
okkar og þótt Esjan tilheyri strangt til
tekið ekki Mosfellsbæ, er hún hluti af
okkur. Við sjáum hana alla daga og
heimsækjum hana oft. Mosfelling-
arnir Magne og Ásta hafa sýnt fram á
í Reykjadal við Hveragerði hvernig er
hægt að byggja upp fjallahjólastíga
á umhverfisvænan hátt með því að
nýta kindastíga, slóða eftir traktora
og aðrar leiðir sem myndast hafa í
gegnum árin. Stígarnir falla vel inn í
umhverfið og koma í veg fyrir að fólk
hjóli út um allar trissur. Fellin eru að
sjálfsögðu líka frábær í gönguferðir
og utanvegarhlaup.
Við höfum líka vötn og sjóinn
og þar liggja mörg tækifæri.
Vatnasport fer vaxandi víða um
heim. Sund og sjóböð hafa aldrei
verið vinsælli og sífellt fleiri fara
reglulega á kajak eða á standbretti.
Uppblásanleg standbretti eru bæði
orðin ódýrari og betri en þau voru
fyrir nokkrum árum. Það fer svo lítið
fyrir þeim að það er meira að segja
hægt að skella þeim á bakið (í þar til
gerðri tösku) og hjóla með þau að
næsta vatni eða sjó.
Við erum á réttri leið. Erum að
halda viðburði sem hvetja fólk
til þess að fara út og hreyfa sig í nátt-
úrinni. Við erum með Tindahlaupið,
Álafosshlaupið, KB þrautina, Drullu-
hlaupið, Fellahringinn og
það nýjasta í flórunni,
Hundahlaupið, sem
haldið verður í fyrsta
sinn í Mosfellsbæ í
tengslum við Í túninu
heima í ár. Njótum
náttúrunnar!
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Í tengslum við lagningu gangstígs upp
Reykjaveg að Suður-Reykjum var ákveðið
að reyna að staðsetja Reykjalaug sem lenti
undir vegi um 1940.
Mosfellsbær óskaði eftir aðstoð Jarð-
vísindastofnunar Háskóla Íslands og
Minjastofnunar Íslands við að finna hina
sögufrægu Reykjalaug með jarðsjá. Af
hundruðum lauga og hvera sem voru eitt
sinn í Mosfellssveit var hún þeirra þekkt-
ust. Í öllum helstu ferðabókum frá 18. öld
og fram á okkar daga var minnst á Reykja-
laug.
Á korti frá 1771 sem fylgir Ferðabók
Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er
getið þriggja örnefna í Mosfellssveit; Guf-
uness, Reykjalaugar og Mosfells. Þorvaldur
Thoroddsen getur þess í riti sínu Lýsing
Íslands að á suðvesturlandi fyrir sunnan
Esju séu kunnastar laugar hjá Reykjum í
Mosfellssveit og Laugarneslaug sem Reyk-
víkingar noti til þvotta. Þarna er laugunum
í Reykjahverfi og Reykjalaug í raun
jafnað við þvottalaugarnar í
Laugarnesi.
Síðar kom í ljós mun
meiri orka í Reykjahverfi en
við Þvottalaugarnar. Laugin
var hlaðin úr grjóti um 3,5 metrar í
þvermál og dýpst um 2,5 metrar, en
vatnshæð um einn metri. Oddný
Helgadóttir húsfreyja á Ökrum (f.
1913) sagði að leirtau og lín hefði
verið þvegið í lauginni en ekki annar fatn-
aður. Heitt vatn var leitt úr Reykjalaug í
fjósið á Reykjahvoli.
Þessi má geta að árið 1908 var bærinn á
Suður-Reykjum fyrsta íbúðarhús á Íslandi
sem hitað var upp með rennandi hvera-
vatni. Vatnið kom úr sk. Tunnuhver sem
stóð í mynni Skammadals.
Fyrsta gróðurhúsið á Íslandi var einnig
sett upp á Suður-Reykjum á árunum 1923-
1924. Á fjórða áratugnum var farið að bora
eftir heitu vatni á Reykjum, sem svo var
flutt í leiðslum til Reykjavíkur. Við það
hurfu flestar laugar og hverir af yfirborðinu
í Reykjahverfi. Mokað var ofan í hina frægu
Reykjalaug og vegur lagður yfir.
Hinn 11. mars sl. mættu Ármann Hösk-
uldsson jarðfræðingur Jarðvísindastofn-
unar Háskóla Íslands, Kristinn Magnússon
fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Ís-
lands og Diana Alvarez doktorsnemi í jarð-
fræði til að leita Reykjalaugar með jarðsjá.
Með hinni öflugu jarðsjá mátti greinilega
sjá manngerðar hleðslur - Reykjalaug var á
sínum stað undir veginum.
Fróðlegt og skemmtilegt væri að Mos-
fellsbær með stuðningi Orkuveitunnar
og landeigenda léti grafa upp hina frægu
Reykjalaug í tengslum við lagningu gang-
brautar upp að Suður-Reykjum.
Þannig væri hinu sögulega og merka nátt-
úruundri komið til nútímans, en með virkjun
jarðhitans á Reykjum hefur heita vatnið skil-
að landsmönnum milljörðum króna í formi
varmaorku. Rétt er að minna Mosfellinga
og landsmenn alla á uppruna hinna miklu
auðæfa og ekki grafa þau í jörðu.
Magnús Guðmundsson
Formaður Sögufélagi Kjalarnesþings
Reykjalaug fundin
Leitað að Reykjalaug með jarðsjá á veginum milli Suður-Reykja og Reykjahvols. Ármann Höskuldsson
jarðfræðingur og rannsóknaprófessor, Kristinn Magnússon fornleifafræðingur hjá Minjastofnun
Íslands og Diana Brum D Silveira G Alvarez doktorsnemi í jarðfræði við Háskóla Íslands.
Reykjalaug eins og listakonan Hanna Bjartmars
Arnardóttir sá hana fyrir sér. Laugin þornaði þeg-
ar jarðboranir hófust á fjórða áratug 20. aldar.