Mosfellingur - 11.07.2024, Side 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Mateó Þór Cárdenas Auðunsson
fæddist 24. desember á Landspítalan-
um í Reykjavík. Hann vó 3.820 kg og
var 51 cm langur. Foreldrar eru Valeria
Cárdenas Hernández and Auðunn
Bjarki Haraldsson.
Í eldhúsinu
Milana skorar á Elísu Hörn Ásgeirsdóttir að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi
Flammekueche pítsa
- Heyrst hefur...28
Milana Katchalina deilir að
þessu sinni með okkur uppskrift
sem kitlar bragðlauka þeirra
sem elska lax! Flammekueche
(Tarte flambée) með lax! Full-
komið ef það er föstudagskvöld
og ykkur langar í pítsu sem
tekur 10-15 mín að búa til.
Hráefni:
• Hreinn rjómaostur - 200 g
• Niðurskorinn reyktur lax - 1
pakki
• Furuhnetur - 2-4 matar-
skeiðar
• Klettasalat - 75 g poki
• Sætt sinnep
• Parmesanostur
• Vefjur grillaðar frá Mission tortilla - 2
Aðferð:
Hitið ofninn í botn (250 gráður), þegar hann
er orðinn sæmilega heitur
setjið vefjur í ofninn til
að brúna þær í 4-6 mín.
Fylgist vel með - ef þær
verða of brúnar þá breytast
þær í kex. Ristið aðeins
furuhneturnar á meðan
á pönnu, engin olía eða
smjör. Takið út fallegar
vefjur, smyrjið þær vel með
rjómaosti, svo kemur laxinn
og ristaðar furuhnetur ofan
á. Setjið þær aftur í ofn í 5-
7 mín. Fylgist aftur vel með
og takið út þegar laxinn er orðinn vel bleikur.
Þetta gúmmelaði er borið fram með klettasal-
ati og parmesanosti ofan á og sætu sinnepi
sprautað yfir. Bjór eða Riesling frá Alsace eða
Þýskalandi smellpassar með þessari pítsu.
Njótið!
Verðiykkuraðgóðu!
mann-
eskjan
í brúnni
Komið þið sæl, kæru sveitungar, mig
minnir að þegar ég var á þessari síðu
síðast og var að hella úr röflskálum
mínum hér í Mosfellingi hafi ég verið
að fjalla um komandi forsetakosn-
ingar.
Þá var ég að reyna að sleppa að
kalla til blaðamannafundar og notaði
þetta svið til að tilkynna að ég myndi
ekki bætast í hóp hundruð Íslendinga
sem byðu sig fram í embætti forseta
Ísland. Þetta gekk nú furðulega áfalla-
laust fyrir sig og ætlunarverki lokið.
Ekki var að sjá að nokkur einasti
maður hafi verið ósammála þessari
yfirlýsingu og ekki nokkur maður eða
kona grátið í koddann það kvöld.
En þessi ósköp eru liðin hjá og
kom í ljós að ný manneskja mun
gegna embættinu bráðum og verður
forsetavígslan haldin í ágúst hvort
sem okkur líkar betur eða verr eða
hvern við kusum. Enn eitt árið þurfti
blessaður Ástþór Magnússon að láta í
minni pokann en hann gefst ekki upp,
eins og kakkalakki sem hefur verið
trampað á aftur og aftur heldur hann
áfram og reynir við Bessastaði. Eða
eins og máltækið segir allt er þegar
40 sinnum er reynt ... eða eitthvað
svoleiðis.
En nú varð uppi fótur og fit þegar
kom í ljós að næsti forseti lýðveld-
isins væri gift og að í fyrsta skiptið
mun maki sitjandi forseta vera af
Adamsætt og hvað skyldi þá kalla
kauða. Sumir vilja halda í gamlar
hefðir og heimta það að hann Björn
skuli nefnast forsetafrú, aðrir vilja
að hann verði kallaður forsetabóndi
og enn aðrir forsetamaður. Svo eru
þeir neikvæðu sem telja hann vera
bara óheppinn að vera fastur þarna á
Bessastöðum og enginn viti hvað á að
kalla karlgreyið.
Eigum við ekki bara að láta Árna-
stofnun eða mannanafnanefnd sjá
um þetta áður en það sýður upp úr og
þessar deilur leysast upp í ofbeldi. Því
ekki viljum við að hann gangi undir
nafninu besefinn á Bessastöðum …
nei það má ekki.
Högni snær
hjá milönu
Ísabella Lea kom í heiminn
20. apríl 2024.
Foreldrar eru Guðrún Sól Gunn-
arsdóttir og Rögnvaldur Ágúst
Ragnarsson Long.
Systkini: Emilía Ýr
úrslitaleikur
EM í Hlégarði
sunnudaginn kl. 19:00
heyrst hefur...
...að Mosfellingar séu orðnir yfir
14.000 talsins samkvæmt nýjustu
tölum Þjóðskrár.
...að búið sé að opna nýja þvottastöð
við N1 í Háholti.
...að rafmagnslaust hafi verið í nánast
öllum Mosfellsbæ að morgni 17. júní
en komst þó á aftur hálftíma fyrir
hátíðlega athöfn við Varmárlaug.
...að úrslitaleikur EM verði sýndur á
risatjaldi í Hlégarði á sunnudaginn.
...að til standi að opna veipsjoppu í
glerhýsinu í miðbænum sem áður
hýsti kaffihúsið Gloríu.
...að 389 tilboð hafi borist í 50 lóðir
við Úugötu í Helgafellshverfi sem
Mosfellsbær auglýsti á dögunum.
...að Laddi ásamt hljómsveit ætli að
starta stuðinu á bæjarhátíðinni í lok
ágúst í Hlégarði.
...að mosfellsku Norsararnir Ómar og
Ester hafi gift sig á dögunum.
...að knattspyrnumaðurinn Jason Daði
sé búinn að skrifa undir hjá Grimsby.
...að Kristín Ýr og Jónas Bjarni hafi
haldið upp á tvöfalt fimmtugsafmæli
um síðustu helgi.
...að Mosfellingurinn Eyþór Wöhler
sé búinn að stofna diskó-tvíeykið
HubbaBubba með Kristali Mána sem
strax er farið að dæla út hitturum.
...að Weetosmótið á Tungubökkum
heiti nú Gæðabakstursmótið.
...að Fellahringurinn verði endurvak-
inn Í túninu heima.
...að Dana sé tekin við sem forstöðu-
maður íþróttamiðstöðvarinnar að
Varmá.
...að Simmi og Hafrún hafi verið að
koma heim úr turtildúfuferð til
Tenerife.
...að Hundahlaup UMFÍ verði haldið á
Reykjalundartúninu í bæjarhátíðar-
vikunni í lok ágúst.
...að Folda og Lolli séu að fara halda
brúðkaupsveislu um helgina.
...að verið sé að leita að nýju nafni
á Listasal Mosfellsbæjar.
...að Ási „Riddari“ Jónsson sé
fimmtugur í dag.
...að hjólbrautin í Ævintýragarðinum
sé að verða tilbúin og hafi fengið
nafnið Flækjan.
...að íbúar í Mosfellsdal séu komnir
með nóg af hraðakstri og séu búnir
að mála sjálfir merkingar á veginn.
...að Kjúllinn snúi aftur Í túninu heima
með risaballi og bjórgarði.
...að Sif Elías og Erlingur eigi von á
strák í haust.
...að Hekla Daða sé útskrifuð úr
lögregluskólanum.
...að Áróra og Úlla sé komnar heim í
Aftureldingu fyrir næsta vetur.
...að Arnar Dagur hafi farið holu í
höggi á Hlíðavelli í sumar.
...að Greta Salóme og Elvar eigi von á
sínu öðru barni.