Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Page 7

Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Page 7
A B B E Y - L E I K H Ú S I Ð. Þjóðleikhús Irlands. Aðfaranótt 18. júlí 1951 brann Abbey-leikhúsið í Dvflinni. Eldurinn kom upp á leiksviðinu og gereyðilagði þann hluta byggingarinnar, búninga- og tjaldageymslur og vistarverur leikaranna. Áhorfendassalurinn stórskemmdist af eldi og vatni, en hið fræga málverkasafn af skáldum og leikurum í anddyri leikhússins slapp að mestu óskaddað af öðru en reyk og hita. A leikkvöldum höfðu leikhúsgestir vcrið vanir að safnast þarna saman, fá sér hressingu og ræða um gang leiksins, sem verið var að sýna, og hafði þá stundum komið fyrir, að hitnaði í umræð- unum, svo að jafnvel lögregla og herlið var kvatt á vettvang. Aldrei hafði þó sá hiti leikið hina öldnu byggingu svo grátt sem nú gálaus meðferð sígarettustubbs, þvert á móti, hinar tíðu og hörðu deilur um verkefni þjóðlcikhússins írska lýsa eins og eld- stólpar á langri og söguríkri slóð eins merkasta leikhúss vest- rænnar menningar. Myndir brautryðjenda, skálda, listamanna og leikara, voru ekki teknar niður eftir brunann. Þær héngu eftir sem áður í anddyrinu. W. B. Yeats fyrir miðju andspæn- is inngöngudyrum sem vera bar, á hægri vegg til hliðar Lady Gregory, „ræstingarkonan í Abbey“, sem Shaw kallaði, og hin- um meginn, náttúrlega, önnur Ijósmóðir hússins, Miss Horni- man, hvorug á vegg með Yea.ts, og' gera ekki meira en svo að þola ná.vist hvor annarar, þó að allt andd.yrið sé á milli. Hér er líka mynd af Maud Gonne, fyrstu Caitlin ni Houlihan eða Fjallkonu írlands, og stór mynd er af Söru Allgood, leikkonunni góðu, en fyrst og fremst eru það skáldin, leikritaskáldin, sem sitja í fyrirrúmi. Dufþekkur Synge starir fjarrænu augnaráði út í keltneskan buskann, þar sem aldan brýtur á Aran og þýtur í eik í Wicklowdölum. Yfir te-borðinu vindur Lennox Robinson upp á hina löngu fætur sína eins og indverskur fakír og rétt við uppgönguna á svalirnar hefur sviðnað í kringum málverk af Sean O’Casey, og hefur þá fyrr hitnað í kringum þann mann. Strax eftir brunann fékk leikhúsið inni til bráðabirgða í rúm- góðu samkomuhúsi í borginni, svo að eng'in sýning féll niður þess vegna, en nýverið hefur stærsta leikhús borgarinn- [ 5 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.