Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Page 8

Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Page 8
Abbcy-leikhúsið í Dyflinni. ar, Drottningar-leikhúsið, verið afhent leikhússtjórninni til um- ráða. Allt fyrir það fær maður ekki varizt þeirri hugsun, þarna í sviðnu anddyri Abbey-leikhússins, þar sem þögular myndir skáldanna bíða flutnings til glæsilegra sala, að liðin sé stund þess frægasta frama, tjaldið fallið í hinnzta sinn fyrir eitt merki- legasta leiksvið álfunnar. Vafalaust á Abbey-leikhúsið ný og mikil verkefni fyrir höndum, en leikhús skáldanna verður ekki opnað aftur, er nú minning ein. Leikhús skáldsins. Það gefur ef til vill sannari mynd af Abbey-Ieikhúsinu eins og það var, því að William Butler Yeats stofnaði leikhúsið og til dauðadags var hann lífið og sálin í allri starfsemi þess. En leikhúsið hélt ekki einasta á loft skáld- verkum hans, heldur safnaði undir merki sitt stórum flokki skálda til fyrirmyndar öðrum leikhúsum með menningar- og bókmenntaleg sjónarmið. Þegar 50 ár voru liðin frá stofnun Hins írska bókmenntalega leikhúss, sem síðar varð Irska þjóð- leikhús-félagið, árið 1949, hafði leikhúsið sýnt rúmlega 400 leik- rit eftir írska höfunda, en aðeins milli 40 og 50 eftir útlenda. Hinar ströngu kröfur Yeats til efnisvalsins áttu samt ekkert skylt við þjóðrembing, þá var honum dælt, er nýr höfundur kom [ 6 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.