Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Blaðsíða 9
I anddyri Abbey-leikhússins.
fram og sagði þjóðinni ti) syndanna eða, skar fyrir einhverja
meinsemd í þjóðlífinu svo að undan sveið. En þess var krafizt,
að formið væri ólastanlegt og efnismeðferðin skáldleg, en þá
gekk Yeats líka fram fyrir skjöldu og' varði skáld eins og Synge
og O’Casey, þegar leikrit þeirra urðu fyrir aðkasti úr öllum
áttum. Oft og mörgum sinnum þrumaði Yeats fyrir áhorfend-
um og heldur sýndi hann fyrir auðum bekkjum en láta undan
smekk fjöldans. Fræg er setningin, sem hann lauk ræðu sinni
með, þegar hann kom fram fyrir tjaldið í verstu ólátunum í
áhorfendasalnum út af leikriti O’Caseys: „Reiði yðar er trygg-
ing fyrir því, að nýtt meistaraverk hafi orðið til, þér hafið orð-
ið yður til skammar — einu sinni enn.“
Auðvitað hlaut svona framkoma að espa til andspyrnu gegn
leikhúsinu og einkum þegar kastljósin beindust að viðkvæm-
ustu málefnum dagsins, trúmálum og frelsisbaráttunni. Það
var satt, að Yeats sjálfur og allir helztu leiðtogar leikhússins
voru mótmælendatrúar, og var þetta sífelldur ásteitingarsteinn
í augum kaþólskra, sem eru langsamlega í meiri hluta hjá ír-
um, en engu að síður var átak leikhússins í þjóðfrelsisbarátt-
unni eitt hið merkasta. Það angraði Yeats, að Englendingar
[ 7 ]