Leikskrár Þjóðleikhússins - 17.10.1952, Qupperneq 10
voru um tírna farnir að líta hýru auga til leikhússins vegna ber-
sögli þess um írska þjóðarhætti og lundarfar, en þá vakti hann
reiði enskra yfirvalda í Irlandi með því að taka til sýningar
sjónleik eftir Bernard Shaw, sem hafði verið bannaður í Eng-
landi. A þann hátt og með fleiri jafn einföldum ráðum hélt leik-
húsið jafnvægi á milli hinna stríðandi afla, oftast með vísa
vanþökk fjöldans fyrir umbun, en ávallt með merkí listarinnar
við hún á hverju sem gekk. Yeats var áhorfendum strangur
siðameistari og agaði leikendur sína í hörðum skóla, enda fór
brátt mikið orð af allri leikmeðferð þeirra. Hann þoldi þeim
ekki hinn minnsta mótþróa gegn fyrirætlunum sínum og mörg-
um ágætum leikurum var vikið burt fyrir þær sakir, en svo var
virðing þeirra mikil fyrir Yeats, að jafnvel elztu og kunnustu
leikarar og leikkonur risu ,sem einn maður úr sætum sínum, þeg-
ar hann kom í biðsal leikenda að tjaldabaki. Fyrir skáldskap
sinn var Yeats heiðri krýndur. Hann fékk Nóbels-verðlaunin
1923, hann var heiðurs-doktor við nokkra háskóla, hann var á
skáldalaunum frá Bretlandi og hann var tilnefndur senator á
fyrsta þing írska fríríkisins. Iíann andaðist fjarri ættjörðunni, í
Frakklandi, rétt í stríðsbyrjun 1939, en lík hans var sótt af
írskri hersnekkju og útför hans gerð á ríkisins kostnað.
Við hlið Yeats stóð, meðan henni entist líf og heilsa, einhver
merkasta kona sinnar samtíðar. Það var Lad.y Gregory, sem
Bernard Shaw bæði í gamni og alvöru kallaði „ræstingarkonuna
í Abbey“. Eins og Yeats var hún af ensk-írsku bergi brotin,
ekkja jarðeiganda í vestanverðu Irlandi, sjálf ættuð frá Kunn-
áttum. Hún var ekki auðug, en hún studdi Yeats með ráðum
og dáð, fékk rikan nágranna sinn, kaþólskan, skáldið Edward
Martyn, til að styðja fyrstu félagsstofnunina, og það voru þau
þrjú, sem leigðu lítinn samkomusal í Dyflinni, þar sem fyrsta
leiksýningin fór fram 8. maí 1899. Onnur kona ríkari, ungfrú
Horniman í Manchester á Englandi, einlægur aðdáandi Yeats,
en að öðru leyti ókunn írskum málum, bauð fram fé svo að fé-
lagið gat keypt gamalt leikhús í borginni og nálæga byggingu,
sem iaunar var líkhús borgarinnar. Leikhús þetta var í dag-
legu tali nefnt „Mechanics“, samskonar stytting og „Iðnó“, og
skemmtileg tilviljun, að „The Mechanics Theatre“ má leggja út:
Járniðnaðarmanna-leikhúsið. En úr því minnst er á vort aldna
leikhús í Reykjavík, þá lýsir það stórhug þeirra, sem það byggðu