Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1952, Page 21

Leikskrár Þjóðleikhússins - 21.11.1952, Page 21
M A R C E L P A G N O L Marcel Pagnol, höfundur „Tópazar“ er talinn með fremstu rithöfundum Frakka núlifandi og hefur hlotið i'rægð sína fyrir tvennt aðallega: leikrit sín og' kvikmyndahandrit. Ilann er fæddur í Aubagne skammt frá Marseille 28. febrúar 1889 og er kominn af spænskri ætt, sem settist að í hinu forna róm- verska skattlandi Provence. Provence-búar eru um margt sérkennilegir og tala fagurt og litauðugt mál. próvensölsku, sem um margt svipar meira til katalónsku lieldur en frönsku. Þjóðskáldið Mistral (1880—1914) orti á próvensölsku. Pagnol gekk í Thiers-menntaskólann í Marseille, gerðist um skeið barna- kennari og lauk síðan meistaraprófi í ensku og gerðist menntaskólakennari í Aix í Provence. Þaðan fluttist hann skömmu síðar til Parísar og kenndi í Condorcet-menntaskólanum um liríð. Pagnol var ekki nema sextán ára, þegar hann tók að gefa út tímarit um bókmenntir. Nefndist það upphaflega „Fortunio“ en skipti síðar um nafn og nefndist „Les Cahiers du Sud“. Lét hann sig jafnan hag þess miklu varða, enda þótt hann hætti síðar ritstjórn þess. I „Fortunio“ birtust fyrstu kvæði hans og skáldsagan „Litla stúlkan með alvarlegu augun“. Þegar hann hafði flutzt til Parísar 22 ára gamall, skrifaði hann sorgarleik í ö þáltum í bundnu máli, sem nefndist „Catulle“, og fékkst hann hvergi leikinn. Annan sorgar- leik samdi hann einnig í ljóðum, „Ulysse chez les Phéaciens“ (Odysseifur hjá Fajökum) og einnig skáldsöguna „Birouettes“, sem ekki fékkst prentuð fyrr en 1932. Fyrsta leikrit sitt, sem leikið var, samdi hann ásamt Paul Nivoix (þeim, er nýlega gerði kvikmyndahandrit að „Sölku-Völku“ eftir Laxness), og nefnist það „Les Marchands de GIoire“ (Þeir, sem verzla með frægðina) og er kröftug ádeila á þá, sem gerðu sér uppgjafahermenn að féþúfu. Leikritinu var fálega tckið í Frakklandi — efalaust vegna ádeilunnar — en það hefur hlotið miklar vinsældir utan Frakklands. Næsta leikrit sitt samdi hann einn, og nefnist það „Jazz“, fjallar um gamlan sveitakennara, sem iðrast síns starfsama lífs og fellur í „jazz-óreglu“ í skemmtanahverfum Parísar. Þegar hér var komið sögu, tók Pagnol að gefa sig allan við ritlist og lagði önnur störf á hilluna. Meðal vina lians voru margir efnilegustu leikritahöfundar Frakka, jafnaldrar lians, þ. á m. Stéve Passeur, ltoger Ferdinand og Marcel Achard. „Tópaz“ var fyrsta leikrit Pagnols, sem vakti þegar í stað óskipta at- hygli, sakir mikillar verkkunnáttu höfundar, skarprar þjóðfélagsádeilu og réttlætiskenndar. Sagt er, að Pagnol hafi sent leikritið samtímis til fjögurra leikhússtjóra, og vildu þeir allir taka það til sýningar. Að ráði Antoines, hins (Framh. d bls. 21).

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.