Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Page 8

Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Page 8
Giovanni Guareschi aJHiMií!! ■ i . ’’ . m T^' Giovanni Guareschi skrifar um sjálfan sig: Líf mitt byrjaði 1. mai 1908. Þegar ég fæddist, hafði móðir mín verið kennari í barnaskólanum í níu ár, og það var hún til ársins 1949. I þakklætisskyni fyrir kennslustarfið gaf sóknar- presturinn henni, í nafni þorpsbúa, forláta vekjaraklukku. Eftir 50 ára kennslu í skólum, þar sem hvorki var rafmagnsljós né rennandi vatn, heldur mergð af mývargi og skorkvikindum. bíður móðir mín nú eftir því, að ríkið taki ef til vill einhvern tíma til greina umsókn hennar um eftirlaun, og styttir sér stundir við að hlusta á vekjaraklukkuna, sem þorpið gaf henni. Um það leyti sem ég fæddist, hafði faðir minn mikinn áhuga á alls kyns vélum, stórum og smáum, frá sláttuvélum til grammófóna. Hann hafði þá gríðarmikið yfirskegg, eins og það. sem ég hef nú sjálfur undir nefinu. Hið stórfenglega yfirskegg í 6 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.