Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Page 10
pappír, sem varð til þess að blaðið fékk óvenju skuggalegt
útlit.
Eg er fæddur í Parma nálægt Pófljótinu. Þeir, sem eru
ættaðir frá þessum landshluta eru flestir sauðþráir og því
tókst mér að verða aðalritstjóri Bertoldo. Af orsökum, sem ég
réði ekki við, brauzt stríðið út, og dag nokkurn, árið 1042.
fékk ég mér ríflega í staupinu, því bróðir minn hafði farið til
rússnesku vígstöðvanna og ég frétti ekkert af honum. Um nótt-
ina æddi ég um götur Milanoborgar og hélt hrókaræður, sem
fylltu margar blaðsíður í lögregluskýrslunum. Það fékk ég að
vita síðar, því stjórnmálalögreglan tók mig fastan. Fjöldi fólks
reyndi að leysa mig út og að lokum var mér sleppt. En stjórn-
málalögreglan vildi ná sér niðri á mér og kom því til leiðar að
ég var kvaddur í herinn. Nokkru síðar var ég enn settur í fang-
elsi. í þetta sinn af Þjóðverjum, eftir að fasisminn hafði beðið
skipbrot.
Þegar ég kom aftur til Ítalíu var margt breytt, einkum ítal-
irnir. Lengi reyndi ég að átta mig á því, hvort það var til hins
betra eða verra. Að lokum
uppgötvaði ég, að þegar öll
kurl komu til grafar, höfðu
þeir ekkert breyzt og það
tók ég svo nærri mér. að ég
lokaði mig inni.
Skömmu seinna var nýtt
tímarit, Candida, stofnað í
Milano, og þar sem ég var
starfsmaður þess, varð ég
brátt rammflæktur í stjórn-
mál, enda þótt ég væri óflokksbundinn, og það er ég enn þann
dag í dag. Engu að síður mat tímaritið mikils það, sem ég
skrifaði. — ef til vill vegna þess að ég var aðalritstjórinn.
Smásögurnar, sem komu í Candida og voru gefnar út með
samheitinu lleimur í hnotskum, urðu mjög vinsælar á Ítalíu.
Margir skrifuðu langar greinar um bókina, aðrir sendu mér bréf
um einhverja söguna. Þessvegna er ég nú dálítið ruglaður í
ríminu og myndi verða í mestu vandræðum ef ég væri krafinn
um skoðun mína á Don Camillo-sögunum.