Leikskrár Þjóðleikhússins - 01.02.1957, Page 13
YValter Firner
Walter Firner er Austurríkismaður, ættaður frá Vínarborg,
þar sem hann ólst upp meðal lcikara og leikhúsfólks. Hugur hans
beindist því snemma að leiklistinni. Hann varð leikari á unga
aldri og lék í ýmsum leikhúsum. m. a. í Köningsberg, Bonn og
Hamborg, og síðast í Ríkisleikhúsinu í Berlín, en þar varð
hann brátt leikstjóri og setti á svið bæði gömul verk og ný.
Árið 1933 stofnaði Walter Firner eigin leikflokk í Austur-
ríki og varð fyrstur til að kynna í Vín nýjar leiklistarstefnur,
sem mikið bar á í Evrópu um það leyti. Leikflokkurinn sýndi
verk eftir marga fremstu leikritahöfunda þeirra tíma, t. d.
O’Neill, Giraudoux, Hauptmann o. fl. Mikið orð fór af þessum
leiksýningum, sem þóttu menningarviðburðir.
Eftir heimsstyrjöldina varð Firner aðalleikstjóri við Alþýð11
leikhúsið í Vín, og gat sér frægðar fyrir sviðsetningu sína á
ýmsum þekktum sjónleikum. Nú er hann fastráðinn leikstjóri
við hið þekkta Vínarleikhús, Theater in der Josefstadt, þai'
sem margir sjónleikir hans eru sýndir í fyrsta sinn, og þá
venjulega undir stjórn hans. Einnig hefur hann stjórnað
nokkrum þeirra í stærstu leikhúsum Þýzkalands og Sviss, eink-
um Johnny Belinda, Johanna von Lothringen og Don Camillo
og Peppone.
Walter Fii'ner hefur skrifað 26 leikrit. Auk ofannefndra eru
þessi helzt: Hohes Gericht (1936), Die Thompson Brothers.
sem fjallar um sirkuslíf, Schule der Liebe, Bis wir uns wieder-
sehen og Das Kuckucksei. Hið síðastnefnda er mjög vinsælt
gamanleikrit, sem hefur verið sýnt víða.
Á síðari árum hefur Walter Firner gefið út margar bækur
tim leiklist og er álitinn einn af fi'emstu leikhúsmönnum í
heimalandi sínu. Hann varð prófessor í leiklist við Listahá-
skólann í Vín árið 1949.
Gamanleikurinn Don Camillo og Peppone var saminn árið
[ 11 ]
i.