Alþýðublaðið - 04.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.02.1926, Blaðsíða 2
2 Réttarbætuf sjómanna. Fyrir skömmu var getið hér í biaðinu um tvö merk lagafrum- vörp, er lögð voru fyrir pjóðping- ið danska í síðast liðnum mári- uöi. Var annað frumvarpið um skaðabætur til skipshafnar vegna atvinnuleysis, er stafaði af pví, að skip það, er hún hefir unnið á, ferst. Er pað frumvarp, eins og tekið var fram í biaðinu, eins kon- ar viðbót við siglingalögin dönsku frá 1923. Hitt frumvarpið var um ráðn- ingu og skráningu skipshafnar. Felast í báðum pessum frum- vörpum miklar réttarbæiur fyrir sjómenn. Þessi viðleitni Dana til þess að bæta kjör sjómanna sinna, ætti að vcrða okkur íslendingum til eftir- breytni. Væri oss sannarlega eng- in vanpörf á pví, — enda korninn tími til pess að endurskoða alla siglingalöggjöf vora, svo að hún verði nokkurn veginn í samræmi við kröfur tímans. Einkurn pyrfti pó að taka til ítarlegrar meðferðar pá hlið löggjafarinnar, er snýr að kjöium og réttarstöðu sjómann- anna. Ætti landsstjórnin nú að sýna af sér pá rögg og víðsýni, sem jafnaðarmannastjórnin í Dan- mörku, og bera fram á alþingi pvi, er nú fer í hönd, frumvörp, cr gangi í svipaða átt og dönsku frumvörpin, er nefnd voru. — Ef landsstjórnin skyldi eigi sjá sér pað fært vegna aðstöðu sinnar til stuðningsmanna sinna, útgerðar- manna, verða vonaridi einhverjir pingmenn ti! þess. futtuyu ára afmælishátíð Verkamannafélagsins „Dagsbrún". Afmælishátíðin varhaldin í Iðnó tvö síðast liðin kvöld, og var þátttakan mjög góð. Fór skemt- unin hið bezta fram bæði kvöldin. Var salurinn smekklega skrýddur merkjum félagsins og sannmæl- um og hvatningarorðum,' sem allir alpýðumenn purfa jafnan að leggja sér á hjarta. Yfir leiksvið- ið var letrað i bogalínu: „öreig- ar í öllum löndum, sameinist". Þar undir var merki og aldur afmælis- barnsins. Svo sem kunnugt er, er ALÞÝÐUBLAÐID merld „Dagsbrátmr1' haki og skófla í kross undir nafni hennar. Undir merkinu stóð: „Velkomnir, félagar!" Annars vegar var rauði fáninn í öndvegi, en hins vegar fáni „Dagsbrúnar“. Á merkis- skildi hennar á veggjum hússins stóð Ietrað: „Vinnan skapar auð- inn“, „Verður er verkamaðurinn launanna1', „Samtök eru vald". Felix Guðmundsson setti sam- komuna. Þá sungu allir: „Sko roð- ann' í austri“. Pétur G. Guðmunds- son mælti fyrir minni félagsins. Kvað hann 90 stofnfélaga „Dags- brúnar“ vera enn í félaginu. Þá var sungið: „Hér skal orðtakið pað“, „Dagsbrúnar“-minni Þor- steins Gíslasonar. Næst skemtu þeir Emil Thoroddsen og Ey- mundur Einarsson með samspili, Þá sagði Ottó N. Þorláksson frá endurminningum sínum um byrj- un verklýðssamtakanna hér í bæ og rakti sögu þeirra frá 1890 til 1911. Síðan var hlustað á söng, cr sendur var út með víðvarpi. Sýndur var gamanleikur („óhemj- an“), og Óskar Guðnason söng gamanvísur og var margsinnis kallaður fram með lófataki. Loks var stiginn danz. Sambandsstjórn Alþýðuflokks- ins og formönnum hinna flokks- félaganna hér í bænurn var boðið sérstaklega til hátíðarínnar. Kveðjuskeyti bárust afmælis- barninu frá Prentarafélaginu, verkakvennafélaginu „Framsókn“, Sjómannafélagi Reykjavíkur og Félagi ungra kommúnista. Jón Baldvinsson flutti kveðju frá Jafn- /aðanhannafélagi Islands og frá Jónbirnf Gíslasyni, sem nú er í . Ameríku, en Ólafur Friðriksson Kveðju frá Jafnaðarmannafélag- inu. Á aðalfundi sínum 28. f. m. samþykti „Dagsbrún" að gefa AI- pýðuprentsmiðjunni 1000 kr. og jafnframt að gefa Alpýðuhúsinu upp 3000 kr. lán. Afhenti for- maður félagsins, Magnús V. Jó- hannesson, gjafir pessar á fyrra kvöldi hátíðarinnar, en þeir Jón Baldvinsson ,og Stefán Jóh. Sfe- fánsson pökkuðu fyrir hönd Al- þýðuflokksins. Jafnframt mintist Jón Baidv. heimssamtaka verka- manna, en St. J. St. samtakanna hér heima. Þá hvatti Ólafur Frið- riksson verkamenn til góðra sam- taka og brýndi einkum fyrir kon- unum að standa þar með mönn- um sínum, ekki sízt í kaupdeilum. Mintist hann „verkakonunnar, sem skilur samtökin". Hún ætti sinn rnikla pátt í pví að halda uppi kaupgjaldinu, pví að hún efldi bónda sinn og styddi hann. Sjómannafélag Reykjavíkur hef- ir áður geíið Alpýðuprentsmiðj- unni 1000 kr. og verkakvennafé- lagið „Framsókn" 540 kr. — „Samtök eru vald". „Málið mitt“. Svo kallar S. Á. Gíslason bann- málið í grein í „Vísi“ 13. jan. s. 1., og veit ég, að hann segir paö satt. Ég býst við, að fleiri bann- menn segi pað sama. En hvernig breyta svo pessir sömu menn, sumir hverjir, pegar til kosninga kemur? Þá styðja þeir andbann- inga fremur en bannmsnn, sbr. kosningarnar síðustu í Kjósar- og Gullbringusýslu. Þar voru helztu máttarstoðir stúkunnar „Morgun- stjörnunnar" nr. 11 í Hafnarfirði áköfustu meðmælendur Ólafs Thórs, sem er einn af ákveðnustu andbanningum. Hafa rnenn þessir sennilega gleymt pví, að þeir hafa unnið pess heit að gera alt, sem i peirra valdi stendur, til pess að efla framgang bindindismálsins og útrýma áfengi úr landinu. Þessir menn, karlar og konur, eru vægast sagt „loddarar" í stúku sinni og reglunni í heild sinni, því að hver getur treyst slíkurn mönnum til þess að vinna góðum málstað gagn? Það eru auðvitað fleiri „bannmenn" en pessir Hafnfirð- ingar, sem hafa kornið pannig fram alla tíð, frá pví bannlögin (gengu í gildi. Þeir hafa svikið heit sín, er peir unnu, pegar peir gerð- ust góðtemplarar. Það er eins og þeir stingi hugsjónum sínum undir stól, ef pær hafa þá nokk- urn tíma verið til. Að minsta kosti sjást engin rnerki pess, að peir starfi af hug og hjarta fyrir bannmálið, þó að peir viti pað, að Spánarvínið. flóir um landið. Aum má samvizka þessara manna vera, ef hún vaknar aldrei, pótt peir svíki góðan málstað vegna pess, að nokkrir aurar séu í boði, — og það, þótt þeir eigi börn,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.