Alþýðublaðið - 05.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.02.1926, Blaðsíða 2
2 Flóííiim frá ihaldsnafiiinii. ihaldsfundur var haldinn í húsi K. F. U. M. s. 1. þriðjudagskvöld. Var hann boðaöur meö lokuöum bréfspjöldum. Fundarefnið var, að leggja niöur Stefnisfélagiö, sem er orðið mjög óvinsælt, en stofna nýtt pólitiskt félag, sem ekki sé opinberlega kent við íhaldið. Magnús dósent stakk upp á 7 manna bráðabirgðastjórn, og til- nefndi í hana tvær konur. Var önnur peirra Sigurbjörg Þorláks- dóttir. Tilgangurinn mun vera, að véla konur til fylgis við íhaldslið- iö núná undir landskjörið. III er sú stefna, sem ekki þolir nafnið sitt. Kona segir nánara frá pukurs- fundi þessum í blaðinu á morguri. f grein minni, , Þjóðfélagið og ríluð“, sem birtist fyrir skemstu hér í blaðinu, þykist ég hafa skýrt það nægilega fyrir lesendunum, að á málj jafnaðarmanna þýðir oröið „ríki“ hið opinbera vald í þjóðfélaginu. Samkvæmt því eru stofnanir ríkisins að eins verk- færi yfirráðastéttarinnar, er hún notar til að beita þessu valdi og fá hina stéttina til að lúta því. Þessar stofnanir eru: ÞingSj, sem seíur iögin eftir hagsmunum ráð- andi stéttar; lögreglan, sem á að gæta þess, að lögunum sé hlýtt, og handsama lögbrjótana; dóm- stólarnir, sem ákveða, hvaða refs- ingu lögbrjótarnir skuli sæta; fangelsin, sem þeir taka hegn- inguna út í; skólarnir, sem móta hugsunarháttinn ráðandi stétt í vil og blása mönnum i brjóst virð- ingu fyrir lögum og boðorðum herinar, en kenna þeim að hafa andstygð á öllu, sem brýtur í bága við þau og er andstætt hags- munum hennar, og síðast, en ekki sízt kirkjan, sem með fyrirheit- um um annað )íf og eilífa sælu eftir dauðann svæfir stéttatilfinn- inguna og fær menn til að sætta sig við hvers konar kúgun og narðstjórn í þessu lífi, í stuttu máli: gerir þá að sjálfboða fórn- ardýrum á hagsmunaaltari auð- valdsins. ALÞÝ6UBLAÐID Eftir eðlí sínú skiftást þéssar stofnanir í tvo aðalflokka: beinar og óbeinar þvingunarstofáanir. — Beinar þvingunarstofnanir kaila ég fangelsi, lögreglu og dómstóla, sem með heftingú á líkamlegu frelsi og jafnvel illri líkamlegri meðferð þröngva mönn- um til hlýðni. Óbeinar þvingunar- stofnanir kalla ég aftur á móti skólana og kirkjuna, sem undir yfirskyni fræðslu og velferðar þegnanna blinda þá og heimska og fá þá til að beygja sig af fúsum vilja undir okið, sem á þá er lagt. Ef til vill má segja, að þingið hafi í þessu tilliti nokkra sérstöðu, en þó myndi ég vilja telja það til fyrri flokksins. Að vísu er það sjálft ekki píningar- tæki, en það setur reglurnar um pað, hverja skuli pína og hvernig. Ég býst við, að jafnvel meðal þeirra, sem telja sig jafnaðarmenn, séu ýmsir, sem ekki vilja fallast á þessa skoðun eða að rninsta kosti halda því fram, að þar sem öreigalýðurinn ótvírætt er í meiri hluta í þjóðfélaginu, þá hljóti hann að geta ráðið yfir meiri hluta þingsætanna, ef að eins kosning- arrétturinn væri almennur. Þar til er því að svara, að fyrst og fremst er það þingið, sem setur lögin um kosningarréttinn, eins og það setur önnur lög, og getur þannig takmarkað hann eftir eigin geð- þótta. En setjum svo, að kosning- arrétturinn væri raunverulega al- mennur; myndi þetta þá vera öðru vísi? Látum okkur heyra, hvað annar höfundur hinnar vís- indalegu jafnaðarstefnu, Fried- rich Engels, segir um það! Hann segir: ,^Og loks ríkir eignastéttin bein- línis með tilstyrk hins ahnenna atkvæðisréttar. Alt svo lengi, sem hin undirokaða stétt, í þessu falli öreigalýðurinn, ekki hefir náð nægilegum þroska til að frelsa sig sjálf, þá mun hún eða meiri hluti hennar telja núverandi þjóðskipu- iag hið eina, er komið geti til mála, og pólitiskt séð hangir hún aftan í auðmannastéttinni, er að eins vinstri armur hennar. En eftir því, sem hún þroskast og nálgast það að frelsa sjálfa sig, myndar hún sér eigin flokk og kýs sína eigin fulltrúa, en ekki fulltrúa auðmannanna. Þannig er almenn- ur atkvæðisréttur mælikvarði á þroskastig verkalýðsins. Meira getur hann ekki oröiö og verður aldrei unclir núverandi ríki; en það er líka nóg. Þegar sá dagur rennur upp, að hitamælir hins al- menna atkvæðisréttar sýnir suðu- rnark hjá verkalýðnum, þá veit bæði hann og auðmennirnir, hvað fyrir höndum er.“ Lengra fer Engels ekki hér. En hvað skyldi hann eiga við meö þessurn síðustu orðum? Hvað er það, senr „fyrir höndum er“? Leit- um annars staðar í ritum höfunda hinnar vísindalegu jafnaðarstefnu! í „Kommúnistaávarpinu“ — sem /ið erum svo heppnir að eiga á íslenzku, og hver einasti verka- maður ætti að lesa vandlega —, stendur á blaðsíðu 39—40: „Öreigalýðurinn, lægsta stétt þjóðfélagsins, getur ekki öðlast frelsið án þess að sprengja í loft upp yfirstéttina með öllu hemiar hyski." Og Iítið eitt neðar á blaðsíðu 40 stendur: „Vér höfum nú lýst þróun ör- eigalýðsins, hvernig hann á ýmist leynt eða ljóst í borgarastyrjöld /ið auðvaldið alt til þess tíma, að upp úr logar og byltingin brýzt fram. Borgarast.éttinni verð- ur steypt af stóli, og verkalýöur- inn tekur vöidin." Þannig hugsuöu þessir menn sér valdtöku verkalýðsins, og þannig hugsa sér hana allir, sem taka málið vísindalega, aílir sann- ir jafnaðarmenn. 28. jan. 1926. Ars: Sigurdsson. Frá bæjarstjöruarfundi i gær. Kosnlng fastra nefnda o. fl. Fundastarfsmenn sína og fastar nefndir kaus bæjarstjórnin í gær þannig: Forseti bæjarstjórnar, Guðm. Ásbj., varaforseti P. Halld. (hvor um sig með 9 atkv., en 7 seðlar auðir) og skrifarar Hallb. Halíd. (af A-Iista) og Bj. Ól. (af B-lista). Alþýðuflokksmenn höfða jafnan A-lista á fundinum, en hin- ir B-lista. í fjárhagsnefnd: Héðinn (A) , J. Ól„ P. H. og Þ. Sv. (B). I fasteignanefnd: Ól. Fr. (A), Jón Ásb., P. M. og B. Ól. (B). I fá- tækraneínd: Hallbj. (A), H. Ben., J. Ól. og Jónatan (B). í bygging- arnefnd: Ág. Jós. (A), Guðrn. Ásb. (B) , og enn fremur Þorlákyr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.