Kristilegt skólablað - 01.09.1944, Side 15
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
um heiglar. Nú skulum við vera rólegir svo-
litla stund, og virða fyrir okkur orð, sem mað-
ur nokkur sagði fyrir þúsundum ára. Við skul-
utn hugleiða hvort möguleikar eru á því, að
þau megi segja í dag. „Ég sagði: Ver mér náð-
ugur Drottinn, lækna sál mína, því að ég hefi
syndgað móti þér“ (Sálm. 41, 5). Hver var
þessi ég, sem þetta sagði? Það var Davíð kon-
nngur. Hvað sagði hann? „Ver mér náðugur“.
Þegar svona er talað, er það kallað bæn. Fyr-
ir hverjum var Davíð að biðja? Fyrir sjálfum
sér, fyrir mér segir ltann, aðeins mér. Um hvað
var liann að biðja? Um náðnn. Hvern var bann
að biðja um náðun? Drottin. „Lækna sál
mína“, segir hann ennfremur, „því að ég hefi,
já, eínmitt ég hefi syndgað móti þér“. Þess
vegna þurfti Davíð lækningu og náðun, vegna
þess, að hann hafði syndgað móti Drottni.
Á þetta við í dag? Nú skulum við taka þá
spurningu í gegn. Davíð konungur var uppi
um þúsund árum fyrir Krist. Af því getum
við hvor um sig myndað okkur hugmynd af
því, hve allt er ólíkt í dag því, sem þá var.
Davíð trúði á Guð, sem hafði skapað allt og
öllu réð. Hann tilbað þann Gnð og bað um
náð og fyrirgefningu fyrir syndir sínar. Slíkt
á sér stað í dag; það vitum við. En þú ætlar
að verða menntaður maður. Er afstaðan þá
ekki önnur? Er það hyggilegt að binda sig
við það, sem ahmígafólk og andlegir aumingj-
ar binda sig við, en ekki menntaðir menn?
Það gæti valdið stórhneyksli. Þá erum við loks
enn komnir að því, að við erum hræddir. En
ég er hræddur um, að þú skiljir ekki, hvað
ég er að fara með þessu bulli. Þess vegna ætla
ég nú að skýra fyrir þér, Iivað ég meina. Biblí-
an talar ákaflega mikið um lögmál og náð,
fyrir utan syndina, sem við tölum ekki um.
Þú þekkir ofurlítið inn í lögmálið, ekki of
mikið samt, en eftir þinni litlu þekkingu, ætt-
ir þú að geta með eigin hendi markað línu
á milli góðs og ills. Það eina, sem þú þarft
að liafa hugfast, er það, að lögmálið talar ekki
einungis um stórar og sjáanlegar syndir, lield-
ur um syndir í hugsun og innra lífi, og að
allir atburðir eða gjörðir, hversu auvirðilegt.
sem það kann að virðast, hljóta að vera öðru
hvoru megin við línuna milli góðs og ills. Og
ef þú ert ekki liræddur við að draga línuna
skýra, en ert hreinskilinn, þá muntu komast
að raun um, að samkvæmt Biblíunni erum við
syndarar. En þá kemur náðin til skjalanna.
Og þar kemur það, sem þú ekki þekkir, af
því að þú þorir ekki að lesa. Þess vegpa verð
ég að segja þér, livað ég veit um hana og hverju
ég trúi um hana. Eg trúi því, að Guð hafi
sent sinn eingetinn son í heiminn til þess, að
hver sem á liann trúir öðlist fyrir fórnardauða
hans á krossi þá fyrirgefningu og þar með ei-
líft líf. sem hann þarf með til þess að geta
verið öruggur og óhræddur, hvað sem á dyn-
ur, alveg nákvæmlega sama hvað það er. Allt
er öruggt fyrir hjálp lians, sem mig stvrkan
gerir. „Því að ef Guð er með oss, hver er þá
á móti oss ?“ Þér kann að þykja þetta ofstæki.
Ef til vill, býður þér við því, en ég er ekki
annað en maður, og ég get ekki sagt þér þetta
á annan hátt. En ef þú tækir Biblíuna og læs-
ir hana, einkanlega Nýja testamentið, mundir
þú komast að raun um, að þetta er einhvers
virði. þú þyrftir ekki að vera hræddur. Þér
meiri menn hafa verið smánaðir á allan hátt
vegna þess, að þeir játuðu, að þeir, sem, ef til
vill, þúsundir manna dáðu, vissu sér ekkert
annað öruggt hæli, en náð Guðs. Og það er
óhætt að hafa það í nútíð, því að enn í dag
fáum við sífellt fregnir af því, að trúaðir og
menntaðir menn láta líf sitt bæði í hinum
menntaða heimi og á trúboðsakrinum. Eitt
getum við aldrei fengið aftur. það er eyddur
tími, en við megum gleyma því, sem að baki
er og keppa eftir því, sem fyrir framan er.
Láttu því ekki tímann líða lengur til ónýtis,
heldur megi þessi orð vera bæn þín: „Ver mér
náðugur Drottinn, lækna sál mína, því að ég
hefi syndgað móti þér“.
13