Leikskrár Þjóðleikhússins - 26.12.1966, Blaðsíða 21
Operan Marta eftir Flotow
Árið 1844 heyrði Flotow í fyrsta skipti flutt verk eftir sig í
hinni frægu óperu Parísarborgar, er sýndur var ballett með eft-
irfarandi titli:
LADY HARRIET
ou
La Servante de Greenwich
Flotow hafði skrifað tónlistina við hinn fyrsta af þremur
þáttum ballettsins — vegna tímahraks hafði samningu hinna
tveggja þáttanna verið skipt milli tveggja annarra tónlistar-
manna í París. Og hvers vegna ekki? Ballett var þá, engu síður
en nú, fremur glaðningur fyrir augað en eyrað.
Sjónarvotti, sem viðstaddur var þessa sýningu — sem raun-
ar hlaut ágætar viðtökur, farast svo orð: „Ungu stúlkurnar
stilla sér upp í langa röð og bíða þess, að bændurnir bjóði í
þær: á hinum árlega markaði er það semsé siður að þjónustu-
stúlkur, sem breyta vilja til, verði sér úti um nýja húsbóndann
með þessum hætti.“
í óperunni um lafði Harriet, sem Flotow samdi tveimur árum
síðar, er atburðarás ballettsins fylgt af allmikilli nákvæmni:
þar er frásögn af hefðardömu við hirð Önnu drottningar, sem
út af einskærum leiðindum fer á markaðinn í Richmond, og
undir fölsku yfirskyni lætur hún selja sig sem þjónustustúlku
til eins árs. Flækjur þær og vafningar sem sigla í kjölfarið vegna
ástar Lyonels koma einnig nokkurn veginn heim við efni ball-
ettsins.
Hvaða erindi á þá óperan Marta á svið nútíma leikhúss?
Ópera með gamaldags atburðarás um stúlkur, sem láta selja
sig á markaði; um siði og háttu, sem fyrir löngu heyra mann-
kynssögunni til?
Að sjálfsögðu er umgerð atburðanna í þessari óperu úrelt
orðin, og mun verða það, jafnvel þó að sviðssetningin færi tíma-
bilið fram um meira en heila öld, eða fram til miðrar aldarinn-
ar sem leið, þegar hugsunarháttur og látæði hæfa betur róman-
tískri tónlist Flotows. En umbreyting óperunnar í nýtízkulegt
(Framhald á bls. 27).
19