Leikskrár Þjóðleikhússins - 26.12.1966, Side 29
(Framhald af bls. 19).
horf í því augnamiði að láta hana svara til nútímans, myndi
hafa þýtt, að lafðin ætti að vera sýnd sem lífsþreytt auð-
mannsdóttir, hugsanlega a la Sagan eða Bardot; að Lyonel
og Plumkett ættu að vera ungir framtakssamir kaupsýslumenn,
en Tristan hefði aftur á móti komið fram sem smekkvís nautna-
seggur.
Það hefði verið freistandi að færa þessa óperu til nútímans
með róttækum hætti, en einn hlutur hefur verið slíkum hug-
leiðingum Þrándur í Götu: sjálft eðli tónlistarinnar. Hin aug-
ijóslega rómantíska tónlist þolir ekki andrúmsloft vorra daga,
útreikninga, síma og vélaskrölt bílanna. Aftur á móti kemur því
fremur til álita, að henni sé leyft að blómstra í því umhverfi,
sem tónskáldið sjálft lifði í: rómantíkinni.
Hinn vinglgjarni Lyonel er hreinræktaður ,,romantiker“:
óraunsær, draumlyndur, hrifnæmur. Slíkir eiginleikar eru tæp-
lega í háu gengi í lífsbaráttu vorra daga, en fyrirfinnast þó
engu að síður: er ekki talsvert af draumóramanni í okkur öllum?
Jafnvel hinn grófgerði Plumkett gleymir sínum trausta skiln-
ingi á raunsanna hluti í síðustu mynd óperunnar: Nancy mun
vera honum sú kona, sem hann getur litið á sem jafnoka sinn
— en þegar hann stendur andspænis Nancy, þorir hann ekki
að segja þau orð, sem eru honum svo ofarlega í huga. Það er
Nancy, sem vegna hugvitsemi sinnar tekst á heppilegu augna-
bliki að festa Plumkett á krók hjúskaparins.
Er lunderni lafði Harriets svo framandi á vorum dögum? For-
dekruð stúlka, að líkindum einkabarn, misnotar umhverfi sitt,
lætur slæmt skap bitna á vinum og vinkonum. Þegar hún svo
skyndilega stendur andspænis hreinum og ófordjörfuðum til-
finningum, sem unna henni einungis fyrir það sem hún er, en
ekki vegna þess, sem staða hennar hefur gert hana að, þá
skilur hún ekki, að henni stendur þess konar auður til boða,
sem getur fyllt tilveru hennar nýju innihaldi. Hún hlær að
Lyonel, því að hefðir tilverunnar mega sín meira hjá henni en
innihald hennar. Mikla auðmýkt verður lafði Harriet að þola,
áður en hún skilur, að manneskja er aðeins innantóm skel, ef
hún elskar ekki.
íklædd búningi og búnaði rómantíkurinnar getur gamla stúlk-
an Marta sagt leikhúsgestum nútímans margan sannleik, sem
ratar til hjartans. í öllum ærslunum, í hinum hispurslausu
„buffo-númerum“, sem og í hjartnæmum tvísöngsatriðum, er
rúm fyrir sammannlegar tilfinningar og tjáningu. Það er ein-
faldlega þetta, sem er skýringin á því, að Marta — einnig á því
herrans ári 1967 — er uppfærð á sviðum margra óperuhúsa.
ERIK SCHACK.
27