Alþýðublaðið - 03.02.1920, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
um og er ekki álitlegt ef ekki
•"aknar fram úr þessu kolaleysi þar
innan skamms.
Sjómannafélag Rvíknr. Eftir
að lögum Hásetafélagsins hefir
verið breytt þannig að nú geta
fleiri sjómenn verið í því en bein-
línis hásetar, hefir félagið skift
um nafn og nefnist hér eftir Sjó-
mannafélag Reykjavíkur. Hið fyrra
nafn félagsins bar það frá stofn-
ðegi þess 23. okt. 1915. Alþýðu-
blaðið óskar félaginu til hamingju
með nýja nafnið.
Grlíman um Ármannsskjöldinn
fór fram eins og til stóð á sunnu-
daginn er var. 14 menn tóku þátt
í henni, en sá 15 meiddist lítils-
háttar eftir fáar glímur og hætti.
Sigurjón Pétursson bar sigur af
hólmi. lagði hann alla, og hlaut
þar með, til eignar, þennan skjöld
Árnianns í þriðja og síðasta sinn
Húsið kvað hafa verið troðfult og
er svo að sjá sem þeir, er glím-
um þessum ráða, hugsi ekki mik-
^ð um það, að almenningur geti
notið skemtunar af því að horfa
á íslenzku glímuna, því aðgangur
kostaði 5 kr. Annars ættu glímu-
'Uót og aðrar íþróttasýninnar að
Vera styrktar svo vel af rfkinu eða
bænum, að almenningur ætti kost
3 að sækja þær. Það yrði öllu
’þfóttalffi til ómetanlegs gagns og
þá um leið öllu þjóðfélaginu. En
^vað skal segja, þegar ekkert not-
^æít hús, vegna smæðar, er fá-
anlegt í höfuðstaðnum. i.
jjíróttnr<c, blað íþróttamanna,
er nýútkomið og hefir að flytja
^uisan skemtilegan fróðleik um
^þfóttir fyr og sfðar. Þeir sem
unna fþróttum ættu að styðja
þetta blað og kaupa það.
íróf standa nú yfir í Háskól-
anUm, bæði fyrrihlutapróf og em-
^®ttispróf í læknisfræði, og efna-
,r®ðispróf. Próf í guðfræði og um
^iðjan mánuðinn próf i forspjalia-
vtsinduro.
Áhuginn eykst. Á fundl sjó-
^nnafélags Reykjavíkur, sem
a*dinn var síðastliðinn sunnudag,
^ttust félaginu 19 nýjir íélags-
uienn.
itótorhátinn »Sæborg« frá
ranesi vantar síðan á laugar-
3slenzk listasýning i
Xaupmannaiíöjn.
Verður opnuð 10. marz.
Félagiö „Dansk-Islandsk Sam-
fund“ heflr ákveðið að gangast
fyrir íslenzkri listasýningu í næsta
mánuði. Verður hún haldin hjá
Kleis, og opnuð 10. marz.
Ásgrímur Jónsson, Þórarinn Þor-
láksson og Ríkarður Jónsson fengu
nýlega símskeyti, þar sem þeir
voru beðnir að taka þátt í sýn-
ingunni. Höfðu þeir allir svarað
símleiðis, að þeir mundu taka
þátt í henni.
Tiðtal við Ríkarð.
„Eg er ekki búinn að ráða við
mig ennþá, hvað eg sendi. Fyrir-
varinn er óþægilega stuttur, og
því ekki tök á að búa neitt til
sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Nokkur verk eftir mig eru í Khöfn,
og mun eg setja þau á sýninguna.
Meðal þeirra er mynd af Þorvaldi
Thoroddsen, sem hvergi heflr verið
sýnd áður, og mynd af Borgbjærg,
jafnaðarmannaforingja. Héðan að
heiman býst eg við að senda brjóst-
myndina af Stepháni G. Stepháns-
syni, og ef til vill eitthvað af lág-
myndum og einhverjar teikningar“.
Yiðtal við Ásgrím.
„Eg fékk símskeyti um að taka
þátt í þessari sýningu fyrir eitt-
hvað viku“, segir Ásgrímur, „og
mun taka þátt í henni með nokkr-
um myndum, bó tíminn sé afar-
naumur og eg illa undir sýningu
búinn. Ef vel hefði átt að vera,
hefði maður átt að fá að vita um
þessa sýningu með árs fyrirvara.
Eg hefi verið beðinn um að senda
20 myndir, en get ekki sent svo
margar. Líklegast sendi eg einar
tólf héðan, en fjórar myndir á eg
í Khöfn, svo eg hefi alls 16 mynd-
ir á sýningunni. Þessar 12 myndir,
sem eg sendi, eru aðallega lands-
lagsmyndir úr Borgarfirði og Fljóts-
hlíð — alt myndir frá síðustu
árum.
Af íslendingum í Khöfn, sem
sýna listaverk á þessari sýningu,
má nefna, af málurum Jón Stef-
ánsson (af Sauðárkrók), Jóhannes
Kjarval, Guðm. Thorsteinsson og
Dag5brúr\.
Stjórnarfundur verður í Alþýðu-
húsinu miðvikudaginn 4. þ. m.
kl. 8 síðd. Fræðslunefnd og styrk-
veitinganefnd eru beðnar að koma
á fundinn.
Formaðurinn.
Kristínu Jónsdóttur frá Arnarnesi.
Af myndhöggvurum Nínu Sæ-
mundsson og Einar Jónsson".
„Haldið þér að þetta geti orðið
nógu góð sýning, og íslendingum
til sóma?"
„Það get eg ekkert um sagt",
svarar Ásgrímur. „Eg held að
undirbúningurinn sé alt of lítill,
eins og eg sagði áðan, svo eg er
hálfsmeikur um að sýningin geti
ekki orðið eins góð eins og fyrsta
íslenzka listasýningin í Kaupm,-
hefði átt að vera“.
Yiðtal við Pórarin.
„Eg er mjög illa undir það bú-
inn, að taka þátt í þessari sýn-
ingu“, segir Þórarinn. „Eg mun
því aðeins senda á hana þrjár til
fjórar myndir. Meðal þeirra verða
stóra myndin af Heklu, og litla
myndin af mér sjálfum".
„Haldið þér að sýningin geti
orðið eins myndarleg og æskilegt
væri“.
„Um það skal eg ekkert segja.
Það fer nokkuð eftir því, hvort
sýningin verður gefin út fyrir að
vera fullkomin sýning af íslenzkri
list eða ekki — en fullkomin sýn-
ing getur hún auðvitað ekki orðið,
meðal annars af því, hvað mynd-
irnar hljóta að verða fáar. Eg er
nú samt að vona, að Ásgrímur
sendi sem flestar myndir.
Ef það hefði átt að vera full-
komin íslenzk listasýning, hefðí
þurft að vera árs fyrirvari. Þá
álít eg líka, að þeir ungu hefðu
átt að fá að vera með, jafnvel þó
það hefði þá verið sett dómnefnd
til þess að vinsa úr það sem 6-
hæft hefði þótt“.
Eigandi Duus-verzlana,
ólafur A. Ólafsson stórkaup.
maður, lézt f Khöfn 29. janúar,
eftir langa vanheilsu.